-->

Óunninn heill fiskur fyrir 13,2 milljarða

Fram kom í umfjöllun LS „Ferskur þorskur skilar 39,2 milljörðum“ að á fyrstu þremur ársfjórðungum þessa árs hefði útflutningur á óunnum heilum þorski dregist saman um 19% eða um 2.200 tonn miðað við sama tímabil á árinu 2020.  Nú hefur landssambandið kannað útflutning á á öðrum fiskitegundum og kemur þá annað í ljós:

„Við þær upplýsingar er vert að bæta við fjórum öðrum tegundum, ýsu, ufsa, karfa og steinbít.  Þegar allar tegundirnar fimm eru lagðar saman hefur útflutningur aukist um 7%.  Langmest hefur verið selt af ferskum heilum karfa alls 12.439 tonn sem jafngildir 18% aukningu milli ára.  Í hinum tegundunum þrem er sömu sögu að segja.  Útflutningur á heilum ufsa jókst um 21%, steinbít um 19% og af ferskri heilli ýsu jókst magnið um 15%.

Þó mörgum svíði að ekki sé allur fiskur unninn hér á landi þá er samkeppnin um aflann af hinu góða og tryggir betur en nokkuð annað hámarksverð.  Gagnrýni lítilla fiskverkenda á þó fullan rétt á sér að ekki fari nema lítill hluti þessa magns á markað og þeir hafi því ekki möguleika á að bjóða í.  Heildarmagn þeirra fimm tegunda sem skoðaðar voru nemur 41.575 tonn sem skilaði 13,2 milljörðum í útflutningsverðmæti.

Eins og fram hefur komið var hlutur Breta í þorski 35%, auk þess keyptu þeir 88% af allri ýsu. Tveir þriðju alls karfans fór til Þýskalands.  Frakkar voru drýgstir í ufsa – 35% – og steinbít þar sem hlutur þeirra var 64%.“  

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Brottkast – viðvarandi verkefni

„Á líðandi ári varð veruleg fjölgun mála hjá Fiskistofu er varða brottkast og rekja má fjölgunina til þess að eftirlit var b...

thumbnail
hover

Lítið um hrygningu loðnu fyrir Norðurlandi...

Ætla má að lítið magn að loðnu hafi hrygnt á grunnslóð fyrir Norðurlandi í sumar. Vísbendingar eru um að meira af loðnu hafi ...

thumbnail
hover

Ísleifur VE dró Kap VE til...

Aðalvélin í Kap VE bilaði þegar skipið var á loðnumiðum fyrir norðaustan landið á mánudag. Annað skip frá Vinnslustöðinni, ...