-->

Polar Amaroq leitar loðnu

Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi í gærmorgun við Ólaf Sigurðsson, stýrimann á grænlenska skipinu Polar Amaroq, en þá var skipið statt við línuna á milli Íslands og Grænlands í loðnuleit. Ólafur var fyrst spurður hvort vart hefði orðið við loðnu.

„Við erum hérna Grænlandsmegin við línuna og það eina sem við höfum séð núna er smáryk. Við erum bara einir að leita á gríðarlega stóru hafsvæði og vissulega væri betra ef hér væru fleiri skip. Þetta er þolinmæðisverk. Nú er búið að leita í sólarhring en við þurftum að leita hafnar á Akureyri vegna brælu. Við hófum leitina fyrir bræluna og tókum þá fjögur hol. Aflinn var ekki mikill eða 10 til 70 tonn í holi. Loðnan var fryst um borð og því eru um 110 tonn af frystri loðnu í skipinu. Það er búið að mæla tvær milljónir tonna af loðnu og hún er einhvers staðar. Það er bara tímaspursmál hvenær við rekumst á hana. Menn eru afar bjartsýnir fyrir komandi vertíð en gott væri ef fleiri skip kæmu til leitar,“ segir Ólafur.
 Á myndinni er Polar Amaroq að loðnuveiðum. Ljósm. Kristján Már Unnarsson

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Brottkast – viðvarandi verkefni

„Á líðandi ári varð veruleg fjölgun mála hjá Fiskistofu er varða brottkast og rekja má fjölgunina til þess að eftirlit var b...

thumbnail
hover

Lítið um hrygningu loðnu fyrir Norðurlandi...

Ætla má að lítið magn að loðnu hafi hrygnt á grunnslóð fyrir Norðurlandi í sumar. Vísbendingar eru um að meira af loðnu hafi ...

thumbnail
hover

Ísleifur VE dró Kap VE til...

Aðalvélin í Kap VE bilaði þegar skipið var á loðnumiðum fyrir norðaustan landið á mánudag. Annað skip frá Vinnslustöðinni, ...