-->

Radcliffe fjármagnar rannsóknir á laxi

Hafrannsóknastofnun og breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe skrifuðu undir samkomulag í gær um að Ratcliffe fjármagni umfangsmikla rannsóknaráætlun í samvinnu við Hafrannsóknastofnun.

Greint var frá því á blaðamannafundi í gær að verkefnið væri liður í sjálfbærri langtímaverndaráætlun Hafró og Ratcliffes. Markmiðið væri að íslenskar laxveiðiár yrðu áfram þær bestu og sjálfbærustu í heimi. Kostnaðurinn við rannsóknina verði í kringum 80 milljónir samkvæmt frétt á ruv.is.

Hafró starfar með Imperical College í London við gerð áætlunarinnar. Í tilkynningu sem fulltrúi Ratcliffes sendi fjölmiðlum

Samningurinn undirritaður. Mynd RUV

kemur fram að rannsóknaráætlunin eigi að styðja við vernd norður-atlantshafslaxins í ám á Norðausturlandi.

Á dögunum sendi Ratcliffe frá sér fréttatilkynningu um að hann hefði keypt jörðina Brúarland 2 í Þistilfirði. Kaupin væru hluti af yfirstandandi aðgerðum til verndar íslenska laxastofnsins.

Skiptar skoðanir á jarðakaupum auðmanna

Styr hefur staðið um jarðakaup Ratcliffes, sem og annarra auðmanna, sem hafa keypt fjölda jarða hérlendis síðustu misseri. Ratcliffe á meirihlutann í Grímsstöðum á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Formaður Bændasamtaka Íslands hefur sagt að það þurfi að ákveða hvernig hátta eigi jarðakaupum til frambúðar. Jarðakaup hafi viðgengist óáreitt án reglna og þannig megi það ekki vera.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra sagði í samtali við RÚV í júlí að losað hafi verið of mikið um jarðalög um aldamótin og herða þurfi reglur á ný. Hann hefur jafnframt sagt að það þurfi að varðveita jarðir á Íslandi í eigu þeirra sem hér búa.

„Ég tel að í núverandi ríkisstjórn sé hljómgrunnur fyrir því að skoða þessar leiðir betur og það er það sem við erum að vinna og vonandi endar með frumvörpum í haust,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við RÚV í síðasta mánuði.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Skötuselur í karrý og kókoshnetumjólk

Svona rétt fyrir jólin er kannski gott að hafa mat frábrugðinn því sem tíðkast yfir hátíðirnar. Fyrir þá, sem eru bæði sólg...

thumbnail
hover

Þykir ofsalega vænt um íslenskan sjávarútveg

Maður vikunnar byrjaði 13 ára að slægja fisk hjá Stáli og hníf á Ísafirði. Síðan hefur hann verið beintengdur sjávarútveginu...

thumbnail
hover

Samherji birtir pósta máli sínu til...

Greiðslur Kötlu Seafood til ERF 1980 árið 2014 voru til að fá kvóta frá Fishcor, ríkisreknu sjávarútvegsfyrirtæki í Namibíu, ...