-->

Rækja á tælenska vísu

Rækja er ekki bara rækja. Til eru margir stofnar rækju bæði úr sjó, ferskvandi og úr eldi. Íslenska rækja er fremur smá og er kölluð kaldsjávarrækja. Risarækjan svokallaða kemur mest úr eldi og er eins og nafnið bendir til mun stærri en rækjan úr norðurhöfum. Þessa rækju má nálgast frysta í búðum sem sérhæfa sig í austurlenskum mat meðfylgjandi, sem og líklega allt annað sem er í uppskriftinni.

Innihald:

 • 600g risarækja, skelflett og garnhreinsuð, en skiljið halann eftir á rækjunni.
 • 4 msk. matarolía í tveimur hlutum
 • 2 hvítlauksgeirar, marðir
 • ¼ tsk. sjávarsalt
 • ¼ tsk. rauðar piparflögur
 • ½ laukur, sneiddur
 • ½ rauð paprika fræhreinsuð og skorin í sneiðar
 • ½ appelsínugul paprika fræhreinsuð og skorin í sneiðar
 • ½ gul paprika fræhreinsuð og skorið í sneiðar
 • 1 bolli kókoshnetumjólk
 • 4-6 msk. fiskisósa, byrjið á fjórum og bætið svo við eftir smekk
 • 2 msk. hnetusmjör
 • 2 msk. rautt karrýmauk
 • 2 msk. límónusafi
 • 1 msk. púðursykur
 • 2 tsk. engiferduft
 • 2 msk. fersk basilíka, söxuð
 • 2 msk. kóríander, saxaður
 • 1 vorlaukur, saxaður
 • 1 rauður jalapeno smátt saxaður og fræhreinsaður (valkvæður)

Aðferðin:

Skelflettið rækjurnar og garnhreinsið. Skiljið aftasta hluta skeljarinnar eftir. Leggið rækjuna í skál með 1 msk. af olíu, hvítlauknum saltinu og rauðu piparflögunum og blandið vel saman. Látið marínerast í 10-15 mínútur.

Hitið stóra pönnu upp að miðlungshita með 1. msk. af olíu. Bætið lauknum og paprikunni út á. Látið grænmetið mýkjast á pönnunni í 5 til 8 mínútur. Leggið þá blönduna í skál til hliðar.

Bætið 1 msk. af olíu á pönnuna. Steikið rækjuna í tveimur áföngum í tvær mínútur á hvorri hlið.

Blandið kókoshnetumjólkinni í skál og hrærið saman við fiskisósu, hnetusmjör, rauða karrýmaukinu, límónusafa, púðursykri og engiferdufti og hræði efnin vel saman.

Setjið lauk- og paprikublönduna aftur á pönnuna og hellið kókoshnetumjólkurblöndunni yfir. Látið suðuna koma upp malla í um fimm mínútur eða þar til þetta hefur soðið aðeins niður. Bætið rækjunni út á pönnuna og stráið basilíku, kóríander, vorlauk og jalapenopipar yfir og hrærið aðeins í. Berið fram með hrísgrjónum eða núðlum og fersku salati og góðu nýju brauði.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast heimilar eldi á sæeyrum í...

Í samræmi við reglugerð nr. 1133/2021 hefur Matvælastofnun ákveðið að skrá Sæbýli rekstur ehf. með fiskeldi í Grindavík. Um...

thumbnail
hover

Gat á kví við Vattarnes –...

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa við Vattarnes í...

thumbnail
hover

„Norðlendingur“ fyrir austan. Enginn frá borði...

Kaldbakur EA 1 – togari Útgerðarfélags Akureyringa – landaði 110 tonnum á Akureyri í gærmorgun, uppistaða aflans var þo...