-->

Rækja með kókoskarrý

Karrý og kókosmjólk fara mjög vel saman í alls konar rétti með austurlensku ívafi. Við komumst yfir þessa dásamlegu uppskrift í bresku matreiðslublaði Good Food Magazine, en þar er jafnan að finna margvíslegar uppskriftir. Okkur finnst þessi réttur henta vel á fallegu, rólegu kvöldi. Hvort sem er fyrir tvo, fjóra eða fleiri. Það er bara að breyta uppskriftinni eftir fjölda matargesta. Við gamla settið hugsum okkur þetta sem rómantískan rétt fyrir ástfangið fólk á öllum aldri og ætlum að njóta hans við kertaljós, með kældu hvítvíni og Frank Sinatra í græjunum.

Innihald:

2 laukar, sneiddir
ferskur engifer, um þumlungur að stærð, flysjaður og brytjaður smátt
4 hvítlauksrif, kramin
2 msk matarolía
½ tsk túrmerik
1 msk mulinn kóríander
4 ml dós með niðursoðnum tómötum
100 g kókóshnetuþykkni
1msk mango chutney
1 grænn chilli fræhreinsaður og skorinn smátt
600 g stórar rækjur með sporði
handfylli af ferskum söxuðum kóríander
safi úr einni sítrónu
1 græn papríka, fræhreinsuð og skorin langsum

Aðferð:

Steikið  laukinn, engiferinn og hvítlaukinn í olíu í um 10 mínútur. Hrærið túrmerik og kóríander saman við og steikið í mínútu í viðbót. Færið blönduna í blandara og bætið tómötum og kókósmjólk út í og maukið.
Setjið 300 ml af vatni á pönnuna og sjóðið saman maukið, mango chautney, chilli og papríku í 10 mínútur. Ráða má þykktinni á maukinu með vatnsmagninu. Því er kannski gott að byrja með minna af vatni.
Bætið rækjunni út í og eldið áfram í nokkrar mínútur ef rækjan er hrá, annars er nóg að hita blönduna. Dreifið ferska kóríandernum yfir og bragðið til með salti, pipar og sítrónusafa áður en rétturinn er borinn fram.
Með þessu er gott að hafa gott brauð að eigin vali og hugsanlega hrísgrjón.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Þorskurinn að færa sig af hefðbundinni...

Merkingarnar á þorski í fyrra benda til að þorskur hafi fært sig af hefðbundinni fæðuslóð fyrir norðvestan land yfir á norðari...

thumbnail
hover

Veiðar á þorski, ýsu og ufsa...

Óháð vottunarnefnd á vegum írsku vottunarstofunnar Global Trust/SAI Global hefur endurvottað veiðar á þorski, ýsu og ufsa á Ísla...

thumbnail
hover

Þreyttir á veðurlaginu

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði á Seyðisfirði í gær. Aflinn var 85 tonn, mestmegnis þorskur. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi...