Rækjuveiðar hafnar í Djúpinu

Deila:

Rækjuveiðin í Ísafjarðardjúpi hófst í síðustu viku. Halldór Sigurðsson ÍS fór þrjá róðra og að sögn Alberts Haraldssonar, rekstrarstjóra Kampa ehf. komu 19 tonn á land. Rækjan var þokkalega stór miðað við Djúpið. Rækjukvótinn var aukinn um 112 tonn og er 568 tonn fyrir vertíðina.

Albert Haraldsson segir að rækjuvinnsla Kampa gangi vel og að ekki hafi fallið úr  dagur í framleiðslunni.
Mynd og texti af bb.is

 

Deila: