Rafrænn aðalfundur SFS

135
Deila:

Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) verður haldinn 30. apríl 2021 frá kl. 9:30 til kl. 12:00 eins og áður hafði verið boðað.

Fundurinn verður eingöngu haldinn rafrænt á Zoom vegna samkomutakmarkana. Fundurinn er aðeins fyrir aðalfundarfulltrúa félagsmanna og fer skráning aðalfundarfulltrúa fer fram í gegnum tölvupóstfangið adalfundur@sfs.is  Mikilvægt er að fá nafn, netfang og kennitölu hvers aðalfundarfulltrúa þegar skráning fer fram og þá f.h. hvers aðalfundarfulltrúar eru að mæta til fundarins.

Þeir sem þegar hafa skráð sig þurfa ekki að skrá sig aftur.
Fari aðalfundarfulltrúar með umboð f.h. annarra félagsmanna er mikilvægt að þau séu send á netfangið adalfundur@sfs.is.

Tengill á streymi/upplýsingasíðu aðalfundarins verður sendur skráðum aðalfundarfulltrúum í aðdraganda fundarins.

Dagskrá fundarins mun verða með eftirfarandi hætti:

  1. Fundur settur og fundarstjóri kosinn
  2. Skipan fundarritara og úrskurðað um lögmæti fundarins
  3. Formaður SFS flytur skýrslu stjórnar
  4. Framkvæmdastjóri SFS leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna fyrir liðið reikningsár
  5. Tillögur stjórnar SFS til aðalfundar
    -Tillaga um ákvörðun félagsgjalda fyrir starfsárið 2022
    -Tillaga um ákvörðun launa vegna fundarsetu í stjórn SFS
    -Tillaga um endurskoðendur SFS
  6. Kosningar til formanns og stjórnar
    -Kosning til formanns SFS
    -Kosning til stjórnar SFS
  7. Önnur mál

 

Deila: