-->

„Rallað“ á netaslóðinni

Netarall Hafrannsóknastofnunarinnar, eða stofnmæling á hrygningarslóð þorsks hófst 31. mars og er nú í fullum gangi. Taka sex bátar þátt í verkefninu.
Að venju eru 45-60 trossur eru lagðar á hverju svæði og er þeim dreift innan svæða á helstu hrygningarslóðir þorsks. Á hverju svæði er helmingur lagður í fyrirfram ákveðna punkta, svokallaðar fastar stöðvar, en hinn helmingurinn er lausar stöðvar sem skipstjórar ákveða hvar skulu lagðar.
Markmið verkefnisins er að safna upplýsingum um lengdar- /þyngdasamsetningu, kynþroska, og vöxt eftir aldri á helstu hrygningarsvæðum þorsks. Einnig að meta árlega magn kynþroska þorsks er fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og meta breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum.
Á meðfylgjandi mynd er verið að taka kvarnir út þorski til aldursgreiningar.