Rammasamningur um fiskveiðar milli Færeyja og Bretlands

171
Deila:

Færeyjar og Bretland hafa undirritað rammasamning um fiskveiðar. Samningurinn tekur gildi þegar þjóðþing beggja landanna hafa samþykkt hann síðar á árinu. Hann var undirritaður af Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja og Victoriu Prentis, sjávarútvegsráðherra Bretlands, í gær.

Samningaviðræður hafa gengið vel og helstu atriði samningsins eru um gagnkvæman aðgang að lögsögu beggja landanna, skipti á aflaheimildum og samstarf um eftirlit með veiðunum. Auk þess eru ráðherrarnir sammála um samstarf í hafrannsóknum og veiðistjórnun byggða á ráðleggingum vísindamanna og samvinnu í rannsóknum á lífríki hafsins.

Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja, segir að þessi samningur sé sögulegur í samskiptum landanna. Hann sé sögulegur áfangi í samskiptum þjóðanna og stórt skref fram á við í sameiginlegum markmiðum um að byggja upp samstarfið þeirra á milli.

Hann segir ennfremur að hann sé sérstaklega ánægður með þá traustu og uppbyggjandi samvinnu sem komin sé milli færeyskra og breskra ráðherra og embættismanna beggja landanna.

Victoria Prentis, sjávarútvegsráðherra Bretlands segir að samningurinn marki heillavænlegt skref fyrir sjávarútveg beggja landanna sem gagnkvæm skuldbinding til að vinna saman sem sjálfstæð strandríki. Hún þakkar færeyskum viðsemjundum sínum fyrir uppbyggilegt hugarfar og hlakki til að byggja áfram upp sterkara og mikilvægara sögulegt samband  milli þjóðanna.

Deila: