Rannsóknir á kóralþörungum styrktar

Deila:

Nýlega var úthlutað úr Rannsóknasjóði Íslands styrkjum til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2022, var þetta stærsta úthlutun sjóðsins frá upphafi. Rannsóknasjóður Íslands, sem er samkeppnissjóður hýstur hjá Rannís, styrkir verkefni á öllum sviðum vísinda.

Julian Mariano Burgos sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun hlaut styrk úr Verkefnissjóði í verkefnið: Kóralþörungar á kaldsjávarsvæðum: Úrbreiðsla og vistfræði við Ísland.

Með Julian í verkefninu frá Hafrannsóknastofnun eru: Karl Gunnarsson, Steinunn H. Ólafsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir og Laure de Montety. Þar að auki taka þátt, Juliet Brodie frá Natural History Museum í London og Kjartan Thors jarðfræðingur sem ráðgjafi.

Deila: