-->

Reyndist allt ótrúlega vel

Þrjú nýsmíðuð skip komu til löndunar í Grindavík í morgun. Það eru línuskipið Páll Jónsson og Gjögurtogararnir Vörður og Áskell. Auðlindin heyrði í Gísla Jónssyni, skipstjóra á Páli, sem var að koma úr sinni fyrstu veiðiferð.

„Við byrjuðum á því að ná í línu sem gamli Páll skildi eftir, þegar hann bilaði og var dreginn í land. Hann skildi eftir tvo þriðju af línunni og tókum svo aðeins prufu á búnaðinum hjá okkur eftir það. Nú erum við í landi í tvo daga í stillingum og lagfæringum og notum bræluna í það.

Það eru engin stórvandræði í gangi neins staðar í búnaðinum, aðeins smávægilegar stillingar. Við vorum með fjóra tæknimenn um borð frá Mustad og Marel, en engin raunverulega vandræði komu upp. Það reyndist allt ótrúlega vel aðeins smá hnökrar og ekkert sem ekki er hægt að bæta með lítilli fyrirhöfn,“ sagði Gísli.
Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Veiðar á þorski, ýsu og ufsa...

Óháð vottunarnefnd á vegum írsku vottunarstofunnar Global Trust/SAI Global hefur endurvottað veiðar á þorski, ýsu og ufsa á Ísla...

thumbnail
hover

Þreyttir á veðurlaginu

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði á Seyðisfirði í gær. Aflinn var 85 tonn, mestmegnis þorskur. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi...

thumbnail
hover

Björgólfur fer úr brúnni

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, ætlar að stíga úr brúnni fyrir lok mars. Björgólfur býður fram krafta sín...