-->

Reyndu við kola í Sláturhúsinu

Gullver NS kom til Seyðisfjarðar í vikubyrjun með 100 tonna afla. Langmest var um að ræða þorsk og ýsu. Rúnar L. Gunnarsson skipstjóri segir að veiðiferðin hafi verið tiltölulega löng. „Við byrjuðum í karfa í Berufjarðarálnum en það gekk ekki vel. Þá færðum við okkur og vorum að veiðum frá Fæti og norður á Gletting. Það var ekkert sérstakt fiskirí en þetta mjatlaðist. Við gerum ráð fyrir að halda til veiða á ný á morgun,“ segir Rúnar, er rætt var við hann á heimasíðu Síldarvinnslunnar í gær.

Bergey VE var í gær á leiðinni til Vestmannaeyja með fullfermi. Heimasíða Síldarvinnslunnar sló á þráðinn til Jóns Valgeirssonar skipstjóra og spurði fyrst hvar veitt hefði verið. „Við byrjuðum á að reyna við kola í Sláturhúsinu en það gekk ekki vel. Þá var haldið í Litladýpið og á Breiðdalsgrunn og þar gekk bara vel að fiska. Aflinn er mest þorskur og ýsa og þetta er vænn og góður fiskur. Við vorum einungis þrjá daga á veiðum og það er engin ástæða til að kvarta. Þá var veðrið einnig þokkalegt í veiðiferðinni. Ég geri ráð fyrir að haldið verði aftur austur fyrir land í næsta túr,“ segir Jón.
Gullver NS. Ljósm. Þorgeir Baldursson

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Brottkast – viðvarandi verkefni

„Á líðandi ári varð veruleg fjölgun mála hjá Fiskistofu er varða brottkast og rekja má fjölgunina til þess að eftirlit var b...

thumbnail
hover

Lítið um hrygningu loðnu fyrir Norðurlandi...

Ætla má að lítið magn að loðnu hafi hrygnt á grunnslóð fyrir Norðurlandi í sumar. Vísbendingar eru um að meira af loðnu hafi ...

thumbnail
hover

Ísleifur VE dró Kap VE til...

Aðalvélin í Kap VE bilaði þegar skipið var á loðnumiðum fyrir norðaustan landið á mánudag. Annað skip frá Vinnslustöðinni, ...