-->

Reynslubolti í sjóflutningum

Maður vikunnar er reynslubolti í sjóflutningum. Hefur starfað heima og erlendis og fyrir bæði Samskip og Eimskip. Nú rekur hún starfsemi Smyril Line á Íslandi. Hún elskar að ferðast um Ítalíu en langar næst til Bali.

Nafn:

Linda Gunnlaugsdóttir.

Hvaðan ertu?

Fædd á þeim dásamlega stað Grundarfirði en ólst upp í Reykjavíkinni.

Fjölskylduhagir?

Einhleyp, á tvær dætur og fjögur barnabörn.

Hvar starfar þú núna?

Framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Hef nær allan minn starfsferil verið í flutningabransanum þó með 8 ára pásu til að prófa aðra atvinnuvegi.  Hóf störf hjá Skipadeild Sambandsins (nú Samskip) árið 1986, var í Eimskip Íslandi, Hollandi og í Færeyjum frá 1993 til 2005. Og var svo með „comeback“ í flutningageirann árið 2013.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Er það heppin að hafa starfað bæði við það að flytja aðföng í sjávarútvegsgeirann og svo við að koma sjávarafurðum á réttum tíma til kaupanda um allan heim.  Þetta er gífurlega lifandi markaður, enginn dagur eins og það er það sem er svo hrikalega skemmtilegt.   Eftir áratuga starfsreynslu í flutningageiranum er líka gaman að hafa fylgst með hvernig þróunin hefur verið í vinnslu, veiðum og nú eldi og hafa fengið að taka þátt í að auka fjölbreytni í flutningsaðferðum og leiðum.

En það erfiðasta?

Veðrið er erfiðast enda hefur það gífurleg áhrif á sjávarútveginn og svo ekki sé talað um flutninga á landi og á sjó.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það er nú margt og sumt sem varla er birtingahæft.  Ætti eiginlega að vera spurning um hvað er skemmtilegast enda á ég margar svoleiðis sögur.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Allir er stutta svarið, enda hef ég verið svo lánsöm að vinna með ótrúlega mörgum eftirminnilegum vinnufélögum. 

Hver eru áhugamál þín?

Hestar, útivera og ferðalög.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Jólarjúpurnar.

Hvert færir þú í draumfríið?

Elska að ferðast um Ítalíu en langar næst til Bali.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffeng lúða

Lúða er ljúffengur fiskur, sem elda má á ótal vegu og alltaf er hún góð svo fremi sem hún sé fersk. Hér kemur uppskrift sem er b...

thumbnail
hover

Byrjaði 15 ára á Barða NK

Maður vikunnar er Norðfirðingur. Einn af aflasælustu skipstjórum landsins, sem mokar upp kolmunna, makríl, síld og loðnu, þegar kv...

thumbnail
hover

Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á a...