-->

Rífleg tvöföldun útflutningsverðmætis eldisafurða

Útflutningsverðmæti eldisafurða nam um 1.590 milljónum króna í júlí samkvæmt tölum sem Hagstofan hefur birt. Þetta er veruleg aukning á milli ára, eða sem nemur 133% og hefur útflutningsverðmæti eldisafurða aldrei áður verið meira í júlímánuði.

Gengi krónunnar var tæplega 12% veikara í júlí en í sama mánuði í fyrra  og því um að ræða ríflega tvöföldun í verðmætum í erlendri mynt. Í tonnum talið jókst útflutningur eldisafurða um 168%, en alls voru flutt út ríflega 1.520 tonn af eldisafurðum í júlí samanborið við um 570 tonn í sama mánuði í fyrra.
Meira en allt árið í fyrra

„Á fyrstu 7 mánuðum ársins nemur útflutningsverðmæti eldisafurða rúmum 13,7 milljörðum króna.  Það er  um 75% aukning í krónum talið á milli ára, en á sama tímabili í fyrra var verðmæti eldisafurða rúmir 7,8 milljarðar króna. Að teknu tilliti til gengisáhrifa nemur aukningin 56% og er nokkuð ljóst að það er stóraukin framleiðsla á eldislaxi sem skýrir þessa aukningu. Á myndinni hér fyrir neðan má jafnframt sjá að útflutningsverðmæti eldisafurða er nú þegar orðið nokkuð meira en það var allt árið í fyrra. Ef  síðustu 5 mánuðir ársins verða í takti við fyrstu 7 mánuðina verður útflutningsverðmæti eldisafurða í ár um 24 milljarðar króna,“ segir í frétt á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

60 ár frá komu Óðins

Landhelgisgæsla Íslands, Hollvinasamtök Óðins og Sjóminjasafnið fagnar nú 60 ára afmæli varðskipsins Óðins. Hátíðarkaffi var...

thumbnail
hover

Frá Brussel til Barcelona

Á næsta ári, 2021, munu sjávarútvegssýningarnar Seafood Expo Global og Seafood Processing Global, sem haldnar hafa verið í Brussel u...

thumbnail
hover

Leggja til vörumerkið „Báru“ fyrir sölu...

Sigurlið Vitans – hugmyndakeppni sjávarútvegsins, sem fór fram um helgina, leggur til að Brim leggi áherslu á sjálfbærni ísl...