-->

Rússar kaupa mest af makríl héðan

Útflutningsverðmæti makríls – fersk flök og frystur – á síðasta ári nam 20,2 milljörðum. Heildarmagnið sem skóp þessi verðmæti voru 105 þús. tonn sem dreifðist á alls 32 þjóðir. Þeirra mikilvægust var Rússland sem keypti héðan makríl fyrir 8,7 milljarða sem svarar til 43% heildarverðmætanna.

Verðmætið sem fór til Rússlands var jafnmikið og flutt var samanlagt til Hollands, Litháens, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Kína sem voru næst í röðinni.  Alls voru því 86% af heildarútflutningsverðmæti makríls 2013 flutt til þessara fimm landa.
Þetta kemur fram í útreikningum Landssambands smábátaeigenda úr skýrslum Hagstofu Íslands.