-->

Saltfiskur á ítalska vísu

Eins og við höfum alltaf sagt, er fiskur eitthvert besta hráefni sem hægt er að fá til matargerðar. Því veldur fjölbreytileikinn sem fiskurinn gefur í matreiðslu. Möguleikarnir eru endalausir, það er bara að virkja hugmyndaflugið eða fara á netið og leita af uppskriftum til að fá frekari hugmyndir. Líklega er það ekki algengt að matreiða saltfisk á sítrónurísottóbeði með ítalskri grænmetissósu. En það svínvirkar, bara að prufa og njóta.

Innihald:

Rísottó:

2 msk. smjör eða olía

1 laukur, fínt saxaður

2 bollar rísottó grjón

1 bolli hvítvín

1l heitt vatn

1 tsk. salt

¼ tsk. hvítur pipar

2 sítrónur, safi og börkur

Gremolatasósa:

½ bolli söxuð steinselja

1 sítróna, raspaður börkur og 1 og ½  matskeið af safa

1 og ½ dl. ólífuolía

1 hvítlauksrif, fínt saxað

dálítið salt

Þorskurinn:

800g léttsöltuð þorskflök með roði í fjórum jöfnum beinlausum stykkjum

sítrónupipar

ólífuolía

Smátt saxaður graslaukur og börkur af sítrónu

Aðferð:

Rísottó:

Bræðið smjör í meðalstórum potti á miðlungshita. Bætið lauknum út í og látið hann krauma í 5 til 7 mínútur. Bætið  grjónunum út í og látið krauma í 5 mínútur og hrærið reglulega í þeim. Bætið hvítvíninu út í og látið krauma á lágum hita þar til það hefur gufað upp. Hellið þá lítra af heitu vatni út á í smáum skömmtum og hrærið stöðugt uns vökvinn er gufaður upp og grjónin orðin hæfilega mjúk /al dente). Þetta tekur 15 til 20 mínútur. Saltið smávegis og bætið röspuðum berki af tveimur sítrónum út í og safa úr 1 og ½ sítrónu. Hrærið vel í og leggið til hliðar, en haldið heitu.

Gremolatasósa:

Setjið allt innihaldið í skál og hrærið mjög vel saman.

Fiskurinn:

Hitið ólífuolíu eða smjör í góðri pönnu á meðalhita. Þurrkið fiskinn og kryddið  með sítrónupipar á báðum hliðum.  Hækkið hitann og setjið fiskinn á pönnuna með roðhliðina niður og steikið í 5 mínútur þar til roðið er orðið gullið og stökkt. Lækkið hitann og snúið fiskinum og steikið í 2-3 mínútur eftir þykkt stykkjanna.

Þegar fiskurinn er tilbúinn, bætið ½ bolla af heitu vatni út í rísottóið og hrærið upp í því.

Skiptið rísottóinu á fjóra diska. Leggið fiskbitana ofan á með roðhliðina upp. Setjið gremotata sósuna á diskana við hlið grjónanna og dreifið graslauknum og sítrónuberki yfir fiskinn. Berið fram með smjörsteiktum aspas eða sykurbaunum.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ýsa með hvítlauk og kapers

Ýsa er líklega vinsælasti matfiskur okkar Íslendinga, enda bragðgóður og fallega hvítur fiskur. Hana má matreiða á milljón vegu ...

thumbnail
hover

Steinbítur í kókoskarrý og engifer

Kókosmjólk og karrý fara einstaklega vel saman. Þegar svo í sósuna er kominn hágæða íslenskur fiskur, smávegis af grænmeti og g...

thumbnail
hover

Lúða í smjördeigi

Fjölbreytni í matargerð er af hinu góða. Og hún er svo sannarlega auðveld í fiskinum. Möguleikarnir er óteljandi og nú prufum vi...