-->

Saltfiskur með sætkartöflumús

Nú er það fiskur, kannski ekki í hvert mál, en að minnsta kosti tvisvar í viku. Með því að kynna sér uppskriftir eins og hér á Auðlindinni til dæmis er auðvelt að matreiða fisk 100 sinnum á ári og aldrei eins. Það þarf því ekki að óttast að fiskurinn verði fólki leiðigjarn. Tegundirnar eru fjölmargar og aðferðir til eldunar óteljandi. Þá er í raun bara að ákveða hvaða fisktegund á að hafa í matinn, hvernig matreiða skal fiskinn og fara svo í góða fiskbúð og kaupa í matinn. Munið að ferskleiki og gæði eru undirstaða góðrar máltíðar, hver sem hún er. Góðmeti verður ekki gert úr lélegu hráefni.  Við stingum hér upp á léttsöltuðum þorski með sætkartöflumús sem við fundum í uppskriftasafni Erlu Steinunnar.

Innihald:

4 stykki léttsaltaðir þorskbitar með roði, 180 til 200g hver.

1 laukur, sneiddur

1 gul paprika, skorin í strimla

1-2 msk. ólífur, grænar eða svartar eftir smekk

4 rif hvítlaukur smátt saxaður

2 msk hveiti

ólífuolía til steikingar

Aðferð:

Þurrkið saltfiskbitana og veltið þeim upp úr hveiti. Steikið á snarpheitri pönnu, fyrst á holdhliðinni, þannig að bitarnir verði fallega gullnir og síðan á roðhliðinni. Steikingartími fer eftir þykkt bitanna en hæfilegur tími ætti að vera 4-6 mínútur á hvorri hlið.

Steikið laukinn, hvítlaukinn og paprikuna uns allt er orðið hæfilega mjúkt og hvítlaukurinn gullinn. Bætið ólívunum út í undir lokin svo þær hitni aðeins og gefi frá sér bragð.

Berið fiskinn fram með laukblöndunni og kartöflumúsinni. Athugið að húnn þarf miklu lengri tíma í matreiðslu en fiskurinn, svo best er að byrja bara á lauknum og síðan fiskinum, þegar músin fer inn í ofninn í seinna skiptið.
Spánverjar, Portúgalar og Ítalir myndu vafalaust njóta góðs rauðvíns með svona veislurétti og það gerum við líka.

Sætkarftöflumús

4 bollar soðnar sætar kartöflur
1 bolli sykur
1 1/4 tsk salt
3 stk egg
1 tsk lyftiduft
1 1/2 tsk vanilludropar
1 msk brætt smjör

Blanda öllu saman og sett í eldfast mót baka við 180°c í 20 mín.

Ofaná:
5 msk smjör
1/2 bolli púðursykur
2 bollar cornflakes
1/2 – 1 bolli saxaðar heslihnetur

Blandið saman og dreifið yfir kartöflustöppuna. Baka í 20-30 mín í viðbót á sama hita og áður.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Veiðar á þorski, ýsu og ufsa...

Óháð vottunarnefnd á vegum írsku vottunarstofunnar Global Trust/SAI Global hefur endurvottað veiðar á þorski, ýsu og ufsa á Ísla...

thumbnail
hover

Þreyttir á veðurlaginu

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði á Seyðisfirði í gær. Aflinn var 85 tonn, mestmegnis þorskur. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi...

thumbnail
hover

Björgólfur fer úr brúnni

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, ætlar að stíga úr brúnni fyrir lok mars. Björgólfur býður fram krafta sín...