-->

Saltfiskur með sætkartöflumús

Nú er það fiskur, kannski ekki í hvert mál, en að minnsta kosti tvisvar í viku. Með því að kynna sér uppskriftir eins og hér á Auðlindinni til dæmis er auðvelt að matreiða fisk 100 sinnum á ári og aldrei eins. Það þarf því ekki að óttast að fiskurinn verði fólki leiðigjarn. Tegundirnar eru fjölmargar og aðferðir til eldunar óteljandi. Þá er í raun bara að ákveða hvaða fisktegund á að hafa í matinn, hvernig matreiða skal fiskinn og fara svo í góða fiskbúð og kaupa í matinn. Munið að ferskleiki og gæði eru undirstaða góðrar máltíðar, hver sem hún er. Góðmeti verður ekki gert úr lélegu hráefni.  Við stingum hér upp á léttsöltuðum þorski með sætkartöflumús sem við fundum í uppskriftasafni Erlu Steinunnar.

Innihald:

4 stykki léttsaltaðir þorskbitar með roði, 180 til 200g hver.

1 laukur, sneiddur

1 gul paprika, skorin í strimla

1-2 msk. ólífur, grænar eða svartar eftir smekk

4 rif hvítlaukur smátt saxaður

2 msk hveiti

ólífuolía til steikingar

Aðferð:

Þurrkið saltfiskbitana og veltið þeim upp úr hveiti. Steikið á snarpheitri pönnu, fyrst á holdhliðinni, þannig að bitarnir verði fallega gullnir og síðan á roðhliðinni. Steikingartími fer eftir þykkt bitanna en hæfilegur tími ætti að vera 4-6 mínútur á hvorri hlið.

Steikið laukinn, hvítlaukinn og paprikuna uns allt er orðið hæfilega mjúkt og hvítlaukurinn gullinn. Bætið ólívunum út í undir lokin svo þær hitni aðeins og gefi frá sér bragð.

Berið fiskinn fram með laukblöndunni og kartöflumúsinni. Athugið að húnn þarf miklu lengri tíma í matreiðslu en fiskurinn, svo best er að byrja bara á lauknum og síðan fiskinum, þegar músin fer inn í ofninn í seinna skiptið.
Spánverjar, Portúgalar og Ítalir myndu vafalaust njóta góðs rauðvíns með svona veislurétti og það gerum við líka.

Sætkarftöflumús

4 bollar soðnar sætar kartöflur
1 bolli sykur
1 1/4 tsk salt
3 stk egg
1 tsk lyftiduft
1 1/2 tsk vanilludropar
1 msk brætt smjör

Blanda öllu saman og sett í eldfast mót baka við 180°c í 20 mín.

Ofaná:
5 msk smjör
1/2 bolli púðursykur
2 bollar cornflakes
1/2 – 1 bolli saxaðar heslihnetur

Blandið saman og dreifið yfir kartöflustöppuna. Baka í 20-30 mín í viðbót á sama hita og áður.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Síldarvinnslan framúrskarandi enn og aftur

Creditinfo hefur nú tilkynnt hvaða fyrirtæki á Íslandi töldust framúrskarandi á rekstrarárinu 2019 samkvæmt þeim viðmiðum sem s...

thumbnail
hover

Vonar að lærdómur verði dreginn af...

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra furðar sig á þeim viðbrögðum sem viðhöfð voru um borð í frystitogaranum Júl...

thumbnail
hover

Rólegt á kolmunnanum

Venus NS og Víkingur AK voru í lok síðustu viku á Vopnafirði með um 2.100 tonn af kolmunna. Þetta er afrakstur fyrstu veiðiferðar ...