Samherjar í vetrarstemningu

93
Deila:

Starfsmenn Samherja til sjós og lands hafa sýnt einstaka samstöðu og þrautseigju í veirumótbyr ársins. Nú síðustu daga sérstaklega þegar bættist við að vetur konungur minnti á sig. Skipin heldu til hafnar í var en áhafnirnar komust ekki í land vegna sóttvarnarráðstafana.

Starfsmenn í landi hafa unnið sínar vaktir bæði á vinnustað og heima og hafa ekki látið Covid-19 eða ófærð stöðva sig.
Á heimasíðu Samerjar eru nokkrar stemningsmyndir frá síðustu dögum og skal tekið fram að farið var eftir ýtrustu sóttvarnarreglum við myndatökuna um borð. Skipin héldu til hafs eitt af öðru þegar veður lægði í gærkvöld og í morgun. Myndirnar tók Þorgeir Baldursson.
https://www.samherji.is/is/frettir/samherjar-i-vetrarstemningu

 

Deila: