Samkomulag um heildarafla af kolmunna og síld

97
Deila:

Samkomulag strandríka hefur náðst um heildarkvóta af kolmunna og norsk-íslenskri síld á næsta ári. Leyfilegur heildarafli að kolmunna verður 929.292 tonn og af síldinni má veiða 651.033 tonn. En á hinn bóginn hefur ekki náðst samkomulag um skiptingu aflaheimildanna milli ríkjanna, sem eru Ísland, Noregur, Færeyjar, Evrópusambandið og Bretland.

Síldarkvótinn nú er 24% meiri en á þessu ári, þegar hann var 525.594 tonn. Í kolmunnanum er hins vegar 20% samdráttur, en í ár er kvótinn 1.161.615 tonn. Reynt verður að ná samkomulagi um skiptingu aflaheimilda milli ríkjanna á fundum á næstunni.  Síldarkvóti Íslands á þessu ári er 91.300 tonn og er hann nánast uppveiddur. Kolmunnakvótinn nú er 247.000 tonn og eru um 55.500 tonn óveidd af honum.

Samkomulagið má sjá á eftirfarandi slóðum:

 

Deila: