Samningaviðræður um uppsjávarfisk hafnar

Deila:

Samningaviðræður strandríkja vegna veiðistjórnunar á makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld hófust í London í gær. Byrjað var á viðræðum um makríl, en þar fer Evrópusambandið með formennsku í nefndinni.

Skýrslur fiskifræðinga og skýrslur um tæknilegar útfærslur liggja fyrir makrílnefndinni. Einnig þarf nefndin að komast að niðurstöður um leyfilegan hámarksafla á næsta ári, eftir að tillögur Alþjóða hafrannsóknaráðsins liggja fyrir.

Í næstu vikur verður svo veiðistjórnun á kolmunna og síld tekin fyrir. Þar fer Ísland með formennsku í kolmunnanum og Færeyjar í síldinni.

Þar liggja sambærileg verkefni fyrir nefndunum og í makrílnum. Líffræðilegar og tæknilegar skýrslur og ákvörðun um heildarafla.

Það eru fulltrúar frá Íslandi, Færeyjum, Evrópusambandinu, Grænlandi, Noregi og Rússlandi, sem taka þátt í þessum viðræðum.

Ekki hefur verið samkomulag um hlutdeildarskiptingu aflaheimilda milli landanna undanfarin ár og er ekki búist við því að svo verði nú. Evrópusambandið, Færeyjar og Noregur hafa undanfarin ár tekið sig saman og úthlutað sjálfum sér bróðurpartinum af ráðlögðum heildarafla og ætlað Íslendingum, Grænlendingum og Rússum að bera mjög skarðan hlut frá borði.

 

Deila: