-->

Samræma þarf rafvæðingu hafna landsins

„Staða landtenginga á Íslandi í dag er þannig að mikið af skipum og bátum eru landtengd þegar þau liggja við höfn í lengri tíma. Orkunotkun hafna er veruleg og stærsti hluti orkunnar fer í endursölu til skipa sem liggja við höfn og myndu annars framleiða rafmagn um borð með bruna jarðefnaeldsneytis með tilheyrandi mengun.“ Svo segir meðal annars í nýrri skýrslu um rafvæðingu íslenskra hafna. Hún var unnin af Verkís á vegum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins. Í skýrslunni segir ennfremur:

„Allar hafnir bjóða upp á landtengingu rafmagns á 230 V og/eða 400 V spennu á 50 riðum. Stærsti hluti hafna býður upp á öflugar landtengingar með allt að 125 A tenglum og margar með stærri eins og 2×125 A, 250 og 2×250 A tengla. Flest allar hafnir hafa möguleika á að bjóða upp á stærri tengingar en eru í boði í dag og svo virðist vera sem veiturnar geti í flestum tilvikum útvegað meiri orku til þessara nota. Fjölmörg tækifæri eru til að auka landtengingar skipa og minnka þannig enn frekar mengun frá skipum þegar þau liggja við höfn við löndun eða í lengra stoppi.

Stærstu landtengingarnar fyrir fraktskip og minni skemmtiferðaskip eru dýrar og tæknilega erfiðar en þó væri vert að skoða næstu stærð fyrir ofan 250 A tengingarnar og bjóða þá staðlaða 350 A tengla. Einnig er víða grundvöllur fyrir því að bjóða upp á tengingu við rafmagn á 60 riða spennu. Megin tillaga skýrsluhöfunda til að þróa landtengingar skipa áfram, er að setja af stað vinnu við að samræma aðgerðir til að auka landtengingar. Ágætt fyrsta skref í þá átt væri að gefa út stöðlunarskjal þar sem skilgreint er hlutverk mismunandi aðila landtengingar, hvernig tengisniði milli aðila er háttað Rafvæðing hafna á Íslandi.docx FS-014-06 12/12 og hlutverk og ábyrgð hvers aðila skilgreint, allt frá veitu til notenda. Einnig væri gert stöðlunarskjal þar sem fram koma þær spennur og tíðnir sem veitur á Íslandi útvega og þær spennur og tíðnir sem söluaðilar landtengingarinnar ætli að stefna á að útvega. Í vinnuskjalinu væri einnig tiltekið hvaða stærðir og gerðir af tenglum verða í boði. Með stöðluðu skjali af þessu tagi geta notendur, veitur og söluaðilar samræmt tengingar sín á milli og allir aðilar gengið í takt.

Ennfremur leggjum við til að upplýsingar sem safnað hefur verið í þessu minnisblaði verði gerðar aðgengilegar miðlægt á kortagrunni, t.d. map.is, app.powerbi.com eða sambærilegum miðli, þannig að allir sem hafa áhuga á landtengingu rafmagns geti leitað upplýsinga þar á aðgengilegan hátt. Þennan kortagrunn er síðan hægt að uppfæra eftir því sem upplýsingar koma inn frá eigendum rafdreifikerfa í höfnum.

Gagnlegt er fyrir framþróun landtenginga að hið opinbera hvetji hafnir og útgerðir til samvinnu til að taka næstu skref og tengja þau íslensku skip sem enn er eftir að landtengja. Hér má nefna uppsjávarskip við löndun, rútuskipin frá Samskip og Eimskip, erlend fiskiskip sem þurfa 60 rið en einnig minni skemmtiferðaskipin.

Við teljum nauðsynlegt að hið opinbera haldi áfram að koma inn með hvatningu og styrki til að ýta verkefnum af stað við rafvæðingu hafna. Slík vinna gæti verið í formi auglýsinga, gerð stöðlunarskjala, útgáfu kortagrunns og að styrkja verkefni þar sem farið er í uppbyggingu landtenginga um landið. Stærstu notendur eins og stóru skemmtiferðaskipin eru mikilvægt viðfangsefni sem líta þarf til í framtíðinni en mörg vandamál þarf að leysa áður en að því kemur. Tækifæri er til að taka næsta skref í landtengingum með því að aðstoða hafnir landsins við að bjóða upp á stærri og flóknari tengingar. Ljóst er að hafnir landsins verða áfram stór söluaðili á rafmagni til skipa og munu þurfa að huga að samræmdum skrefum til að bjóða upp á stærri tengingar. Samtal þarf að fara fram milli hafnayfirvalda og veitufyrirtækja um lausnir á stærri tengingum og hagstæðari innkaupum á raforku á 11 kV spennu.“

Tengdar færslur

thumbnail
hover

13 ára háseti með félaga sínum...

Maður vikunnar starfar í þeirri atvinnugrein sem mestur vöxtur er í um þessar mundir og hefur hleypt lífi í margar byggðir sem átt...

thumbnail
hover

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon keppninni sem hófst í gær við Egilshöll. Keppnin er boðhjólakeppni þar sem átta manna lið ...

thumbnail
hover

Tæp 150.000 tonn af kolmunna komin...

Hoffell SU er nú aflahæst á kolmunnaveiðum frá áramótum. Samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu hefur Hoffellið landað 17.176 tonnum...