-->

Sáttur við minn fyrsta túr í skipstjórastóli

Bergur VE landaði á Seyðisfirði fyrr í vikunni. Skipið var nánast fullt eftir að hafa verið þrjá sólarhringa á veiðum. Skipstjóri í veiðiferðinni var Jón Sigurgeirsson en hann var að fara sinn fyrsta túr sem skipstjóri.

Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi stuttlega við Jón og spurði hvernig hefði gengið. „Það gekk bara nokkuð vel. Við erum með um 60 tonn og aflinn er mest karfi og ufsi og svo er einnig dálítið af þorski og ýsu. Ég er nokkuð sáttur við minn fyrsta túr í skipstjórastóli. Ég hef verið stýrimaður á Bergi frá áramótum en hef verið á sjó í yfir 20 ár.

Túrinn byrjaði á því að við reyndum við karfa í Skeiðarárdýpinu en veiddum síðan mest í Lónsdýpinu og Berufjarðarálnum. Veðrið var heldur leiðinlegt allan túrinn og talsvert meiri vindur og meiri sjór en spáð var. Við gátum dregið tvö troll til að byrja með en veðrið kom fljótt í veg fyrir það og þá þurfti að notast við eitt,“ segir Jón.

Bergur hélt til veiða á ný strax að löndun lokinni.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast veitir Löxum Fiskeldi nýtt rekstrarleyfi

Matvælastofnun hefur veitt Löxum Fiskeldi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Reyðarfirði í samræmi við lög um fiskeldi. Matvælas...

thumbnail
hover

13 ára háseti með félaga sínum...

Maður vikunnar starfar í þeirri atvinnugrein sem mestur vöxtur er í um þessar mundir og hefur hleypt lífi í margar byggðir sem átt...

thumbnail
hover

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon keppninni sem hófst í gær við Egilshöll. Keppnin er boðhjólakeppni þar sem átta manna lið ...