Sea Data Center verður gagnaveitandi fyrir VSV

129
Deila:

Sea Data Center og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum (VSV) hafa gert samkomulag þess efnis
að Sea Data Center mun veita VSV aðgang að gögnum og greiningum fyrir helstu
fisktegundir og afurðir sem VSV framleiðir. Gögnin og greiningarnar verða afhentar í Power
BI lausn, þar á meðal gagnvirkar skýrslur.
Með þessum samningi mun Sea Data Center verða aðal gagnaveitandi fyrir VSV.

„Sea Data Center, sem jafnframt er umboðsaðili Maritech Systems á Íslandi, sem er leiðandi í
heiminum í dag með sérsniðnar hugbúnaðarlausnir fyrir sjávarútveg, veitir lykilupplýsingar
um sjávarafurðir á heimsvísu sem gerir viðskiptavinum kleift að bera saman nýjustu
upplýsingar um framboð og verðþróun sjávarafurða á móti eigin gögnum.
Markaðsupplýsingar Sea Data Center má nálgast bæði í gegnum bæði vefgáttina
seadatacenter.com eða í gegnum greiningartól í Microsoft Power BI.
Með þessum samningi mun VSV fá beinan aðgang að öllum markaðsgögnum sem safnað er
af Sea Data Center með fullum sveigjanleika í framsetningu og skýrslugerð, þar með talið
aðgang til útbúa eigin skýrslur og staðlað eigin fyrirtækjagögn gagnvart markaðsgögnunum.
Þessar upplýsingar geta verið nauðsynlegar til að hámarka afurðaverð,“ segir í frétt frá Sea Data Center.

„Við hlökkum til samvinnunnar við SDC og erum spennt fyrir frekari stafrænni þróun innan
sjávarútvegsins“, segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri VSV. „Að geta borið
söluverð okkar vara saman við verð á markaði skiptir okkur miklu, bæði til að bera okkur
verð saman við samkeppnisaðila okkar og einnig til að hafa áreiðanlegan grunn til að bera
saman verð afurða milli landa.“
„Við erum spennt fyrir samstarfinu við VSV og stolt að geta veitt þeim nýjustu
markaðsgögnin í gegnum greiningarlausnina okkar, svo og í gegnum upplýsingaveituna
seadatacenter.com. VSV er meðal leiðandi fyrirtækja í veiðum og vinnslu á Íslandi og við
erum ánægð að fá að þróa lausnina okkar áfram í samvinnu við þá.“ Segir Anna Björk
Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center.

Deila: