Segja brotalamir í stjórnsýslu sjókvíaeldis hafa blasað við lengi

409
Deila:

Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish hefur brugðist við nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar um brotalamir í stjórnsýslu í kringum sjókvíaeldi og segist í tilkynningu reiðubúið að taka þátt í vinnu við úrbætur á kerfinu.
„Við hjá Arctic Fish tökum undir margt(flest) sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluna í sjókvíaeldi. Flókið regluverk og stofnanir sem ekki hafa nægjanlega skýran lagaramma og fjármagn til að sinna skyldum sínum hefur blasað við okkur um langt skeið og öll fyrirtækin bent á það,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins.

Vilji er allt sem þarf
Arctic Fish segir að margra ára ferli leyfisumsókna eitt skýrasta dæmið um hvernig staðan sé í stjórnsýslu greinarinnar.
„Það jákvæða við þetta er þó auðvitað sú staðreynd að þrátt fyrir þetta eru orðin til mörg öflug fyrirtæki í sjóeldi á Íslandi sem hafa skapað mikla vinnu fyrir marga. Sjórnvöld hafa fengið nýjan skattstofn sem nú þegar er farinn að skipta máli fyrir þjóðarbúið og samfélög sem hafa verið veik eru nú blómleg. Þetta hefur verið gert án þess að ganga á náttúruna og sjóalinn lax er eftirsótt vara sem við seljum stolt um allan heim.
Það að laga regluverkið er einfalt og vilji er allt sem þarf. Ráðherra málaflokkins hefur sagt að það sé markmiðið og þessi skýrsla dregur fram stöðuna eins og hún er. Nú er bara að fara að vinna úr ábendingunum. Við erum til í að taka þátt í því. Framtíðin er björt.“
Deila: