Sérkennilegur hvalur veiddur

Deila:

Í morgun, 24. ágúst, var dreginn að landi sérkennilegur hvalur í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Starfsmaður Hafrannsóknastofnunar var á staðnum við mælingar og sýnatöku og tilkynnti strax um atvikið og gerði viðeigandi athuganir á dýrinu. Svipaði hvalnum mjög til hvals sem veiddist 7. júlí síðastliðinn og staðfest hefur verið að var blendingur langreyðar og steypireyðar.

Bráðabirgðaniðurstaða starfsmanns Hafrannsóknastofnunar er sú að hvalurinn sem landað var í morgun sé blendingur en stofnunin hefur þegar hafið vinnu við að greina sýni þannig að hægt verði að staðfesta með erfðafræðilegum aðferðum hvort sú greining sé rétt.  Búast má við að niðurstöður þeirrar greiningar liggi fyrir í byrjun næstu viku.

 

Deila: