-->

Sérstakar varúðarráðstafanir um borð í frystitogurum

Útgerðir frystitogara hafa gert sérstakar varúðarráðstafanir til að lágmarka hættuna á kórónuveirusmiti um borð í skipunum. Á fáum vinnustöðum er nándin jafn mikil og um borð í frystitogurum. Það eru að jafnaði 26 manns í áhöfn frystitogara og 10 hásetar á hvorri vakt. Plássið er oft af skornum skammti í vinnslunni og stutt á milli manna. Frá þessu er greint á ruv.is

Útgerðir að samræma aðgerðir

Hákon Ernuson, starfsmannastjóri Síldarvinnslunnar, segir að útgerðir séu að bera saman bækur sínar og skiptast á upplýsingum og allt sé gert til að lágmarka smit í skipunum. Allir séu vel meðvitaðir um hættuna sem fylgi því ef smitaður maður kæmi um borð.

Varúðarráðstafanir við löndun úr Blængi

Frystitogarinn Blængur NK á að landa í Neskaupstað á fimmtudaginn og fer aftur út á sunnudag. Hákon segir að miklar varúðarráðstafanir verði gerðar bæði þegar hann kemur og fer. Það eigi við um hvernig landað verði úr skipinu og rækilega verði þrifið bæði fyrir og eftir löndun. Þá hafi verið haft samband við alla sem eiga að koma um borð, og þeir beðnir að fylgja vel öllum ráðleggingum, huga að heilsunni, forðast margmenni o.s.frv. Þetta eigi sérstaklega við um skipverja sem búi í öðrum landshlutum. Áhafnarmeðlimir búi í Reykjavík, á Akureyri og víðar.

Mikilvægast að veiran berist ekki um borð

En Hákon segir að almennt gildi strangar reglur um þrif og sótthreinsun um borð í skipum fyrirtækisins. Auk þess sé nú í gildi sérstök viðbragðsáætlun ef smit greinist hjá áhöfninni. Mikilvægast af öllu sé þó að tryggja eftir bestu getu að kórónuveiran berist ekki um borð.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffeng lúða

Lúða er ljúffengur fiskur, sem elda má á ótal vegu og alltaf er hún góð svo fremi sem hún sé fersk. Hér kemur uppskrift sem er b...

thumbnail
hover

Byrjaði 15 ára á Barða NK

Maður vikunnar er Norðfirðingur. Einn af aflasælustu skipstjórum landsins, sem mokar upp kolmunna, makríl, síld og loðnu, þegar kv...

thumbnail
hover

Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á a...