-->

Sigruðu í sjöundu keppni Vitans

Vitinn, hugmyndasamkeppni sjávarútvegsins, var haldin fyrir nemendur Háskólans í Reykjavík dagana 19.-21. janúar. Keppnin er samstarfsverkefni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og HR með dyggum stuðningi Icelandair Cargo. Í frétt SFS segir að þetta sé í sjöunda sinn sem keppnin er haldin en í ár unnu keppendur að lausnum og þróun fyrir Síldarvinnsluna.

„Keppnin í ár var einstaklega hörð þar sem öll lið komu fram með góðar hugmyndir og ríkti mikil ánægja hjá dómnefnd með afrakstur nemenda sem komu úr flestum deildum HR,“ segir í frétt SFS en vinningsliðið í ár var skipað þeim Jakobi Frey Sveinssyni, Hákoni Hákonarssyni, Sæþóri Orrasyni, Birgittu Rós Ásgrímsdóttur og Pedro Þór Roismann Guðmundssyni. Sneri verkefni þeirra að síldarvinnslu og síldarafurðum á Bandaríkjamarkaði. Sigurvegarar Vitans fara fyrir hönd HR á Sjávarútvegssýninguna í Boston nú í vor og heimsækja einnig Síldarvinnsluna á Neskaupsstað.

Á meðfylgjandi mynd eru keppendur í Vitanum 2023 ásamt fulltrúum aðstandenda keppninnar.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Frumraun Hoffellsins á kolmunnamiðunum

Uppsjávarskipið Hoffell SU er nú á landleið með 2.250 tonn af kolmunna sem fékkst um 100 mílur suður af Færeyjum, að því er seg...

thumbnail
hover

Losuðu dauðan hval

Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði síðastliðinn miðvikudag dauðan hval á Stakksfirði en hann hafði flækst í botnföstu t...

thumbnail
hover

Skagfirðingar mótmæla breytingum á strandveiðikerfinu

Í nýrri ályktun Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar er mótmælt fyrirætlan Svandísar Svavarsdóttur, matvæltráðherra, að hv...