Sigurður með mestan síldarkvóta.

99
Deila:

Veiðar á norsk-íslenskri síld eru nú að hefjast. Leyfilegur heildarafli íslensku skipanna 113.674 tonn. Heimildum hefur verið úthlutað á 20 skip.

Þau skip, sem eru með mestar aflaheimildir, eru Sigurður VE með 11.689 tonn, Beitir NK með 11.368 tonn, Vilhelm Þorsteinsson EA með 10.927 og Börkur NK með 9.379 tonn.

Öll hafa skipin landað slöttum af síld með komið hefur sem meðafli á makrílveiðum. Mestum afla hingað til hefur Börkur landað, 1.039 tonnum

Deila: