-->

Sjávarréttalasagne

Íslendingar voru lengst af ekki ginkeyptir fyrir pasta. Reyndar fékk maður makkarónusúpu í æsku og síðan hakk og spaghettí. En neysla á pasta varð ekki almenn fyrr en með kynnum af matreiðslu suðrænni landa eins og Ítalíu, sem er land pastans. Í raun og veru er hægt að nota pasta í matreiðslu á nánast hverju sem er, fiski, kjöti, grænmeti og svo framvegis. Hér bjóðum við upp á sjávarréttalasagne sem er einfalt en glettilega gott. Flottur réttur fyrir flest tækifæri.

Innihald:

2 vorlaukar, fínt saxaðir

2 msk. matarolía

4 msk. smjör

1 ½ dl. kjúklingasoð

2 ½ dl. fiskisoð

250 g hörpudiskur

250 g rækja

250 g gervikrabbakjöt (surimi) smátt skorið

¼ tsk. pipar

1 bolli hveiti

5 dl. mjólk

½ tsk. salt

2 ½ dl. rjómi

½ bolli rifinn parmesan ostur

9 plötur af lasagne, soðnaðar og þurrkaðar

Aðferð:

Takið stóra pönnu og mýkið laukinn í matarolíu og 2 msk. af smjöri. Hellið þá kjúklinga- og fiskisoðinu út á og látið suðuna koma upp. Bætið hörpudiskinum og krabbakjötinu út í og látið malla í 3-4 mínútur. Takið pönnuna af hitanum og bætið rækjunni út í. Færið sjávarfangið upp úr pönnunni og leggið til hliðar og haldið soðinu eftir.

Bræðið það sem eftir er af smjörinu í potti og hrærið hveitið saman við. Blandið saman mjólkinni og vökvanum af pönnunni og hrærið varlega saman við smjörbolluna og kryddið með pipar og salti eftir smekk. Látið sósuna sjóða í um 2 mínútur eða þar til hún fer að þykkna.

Takið pottinn af hitanum og hrærið rjómanum og helmingnum af ostinum út í. Blandið tæpum bolla af sósunni saman við sjávarfangið.

Hitið ofninn í 180°C. Takið til eldfast mót um það bil 25×10 sentímetra að stærð og hellið smávegis af sósunni í botninn. Leggið eitt lag af lasagne plötum yfir og dreifið helmingum af sjávarfanginu jafnt þar yfir og síðan tæpum bolla af sósu. Endurtakið tvisvar og dreifið því sem eftir er af ostinum yfir efsta lagið.

Bakið í ofninum í 35-40 mínútur, eða þar til yfirborðið er orðið fallega gullið. Takið úr ofninum og látið standa í 15 mínútur áður en rétturinn er borinn fram. Gott er að hafa ferskt salat og gott brauð með og hugsanlega glas af kældu hvítvíni.

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Brim og Samherji áfram með mesta...

Litlar breytingar eru á hvaða aðilar eru í efstu sætunum yfir aflahlutdeild frá því sams konar upplýsingar voru birtar miðaðar vi...

thumbnail
hover

Huginn landar síld í Fuglafirði

Huginn VE landaði 1.000 tonnum af norsk-íslenskri síld í Fuglafirði hjá fyrirtækinu Pelagos. Aflann fékk Huginn austur af landinu in...

thumbnail
hover

Ársfundur Hafró framundan

Ársfundur Hafrannsóknastofnunar Rannsókna- og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna, verður haldinn föstudaginn 25. september 2020, Kl. 14...