Sjávarútvegsráðherra heimsækir Hafró

124
Deila:

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Svandís Svavarsdóttir heimsótti í vikunni Hafrannsóknastofnun ásamt ráðuneytisstjóranum Benedikt Árnasyni, Áslaugu Eir Hólmgeirsdóttur, skrifstofustjóra og Iðunni Garðarsdóttur, aðstoðarmanni Svandísar.

Gestirnir fóru um borð í rannsóknaskipið Árna Friðriksson, skoðuðu húsið og heilsuðu upp á starfsmenn Fornubúða 5.

Að því loknu var fundað með Framkvæmdastjórn þar sem kynntur var reksturinn og helstu verkefni sem Hafrannsóknastofnun sinnir, ásamt því að fara yfir áskoranir næstu ára.

Deila: