Sjóferð um sundin – Nýjar dagsetningar

190
Deila:

Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu hefur verið ákveðið að breyta dagsetningum á Sjóferð um sundin. Nýjar dagsetningar eru 18. maí til 5. júní. Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn mun vinna að aðstoða skráða skóla við að finna nýjar dags- og tímasetningar. Staðan verður tekin aftur í byrjun maí og skólar látnir vita ef hliðra þarf aftur til dagsetningum.

Sjóferðin hefur verið í boði Faxaflóahafna sf. yfir áratug og geta skólar sótt um í þeim bæjarfélögum sem Faxaflóahafnir sf. reka hafnir.  Við skipulagningu á þessari sívinsælu sjóferð hefur fyrirtækið fengið sér til liðs tvo aðila, Fjölskyldu og Húsdýragarðinn og Sérferðir (Special Tours).

Verkefnið fer þannig fram að Fjölskyldu og Húsdýragarðurinn sendir auglýsingar um verkefnið í grunnskóla á Faxaflóahafnasvæðinu og sér um að skrá þátttöku skólanna. Fjölskyldu og Húsdýragarðurinn sér um að útvega leiðbeinendur í sjóferðirnar með nemendum ásamt því að annast gerð námsgagna. Sérferðir (Special tours) leggur síðan fram skipakosti fyrir ferðina.

https://youtu.be/YFU-0-5gzV4

 

Deila: