-->

Sjónvarpsstjarna í raunveruleikaþætti!

Maður vikunnar að þessu sinni er Tálknfirðingur, sem byrjaði 14 ára sem háseti til sjós, en stýrir nú einum af stærstu frystitogurum landsins með góðum árangri. Hann hefur áhuga á garðyrkju og íþróttum og finnst gott að fá lambafille á grillið.

Nafn:

Sigurður Jónsson.

Hvaðan ertu?

Tálknafirði.

Fjölskylduhagir?

Giftur Fanneyju Pétursdóttur og eigum við fjögur börn og þrjú barnabörn.

Hvar starfar þú núna?

Skipstjóri á Tómasi Þorvaldssyni GK 10.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Byrjaði 14 ára sem háseti á Tálknfirðingi BA-325.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytnin.

En það erfiðasta?

Veðráttan.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Að verða allt í einu sjónvarpsstjarna í raunveruleikaþætti.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það er ósanngjarnt að taka einhvern út úr annars frábærum starfsmannahópi sem ég hef átt kost á að vinna með. Allir eftirminnilegir á sinn hátt.

Hver eru áhugamál þín?

Garðyrkja og íþróttir.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Lambafille á grillið.

Hvert færir þú í draumfríið?

Alltaf á Stökustað!

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vilja svæðalokanir til að vernda höfrunga...

Vísindamenn hjá Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) leggja nú til  fiskveiðar verði bannaðar á ákveðnum svæðum í Biskajafló...

thumbnail
hover

Hoppandi kátir

Drangey SK2 landar í Grundarfirði í byrjun vikunnar.  Heildarmagn afla um borð er um 154 tonn, uppistaða aflans er að mestu þorskur....

thumbnail
hover

Verð á þorski fer hækkandi

Verð á þorski sem seldur er gegnum fiskmarkaði hefur stigið jafnt og þétt undanfarna daga. Þann 15. maí var ríkti svartsýni hjá ...