-->

Sjónvarpsstjarna í raunveruleikaþætti!

Maður vikunnar að þessu sinni er Tálknfirðingur, sem byrjaði 14 ára sem háseti til sjós, en stýrir nú einum af stærstu frystitogurum landsins með góðum árangri. Hann hefur áhuga á garðyrkju og íþróttum og finnst gott að fá lambafille á grillið.

Nafn:

Sigurður Jónsson.

Hvaðan ertu?

Tálknafirði.

Fjölskylduhagir?

Giftur Fanneyju Pétursdóttur og eigum við fjögur börn og þrjú barnabörn.

Hvar starfar þú núna?

Skipstjóri á Tómasi Þorvaldssyni GK 10.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Byrjaði 14 ára sem háseti á Tálknfirðingi BA-325.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytnin.

En það erfiðasta?

Veðráttan.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Að verða allt í einu sjónvarpsstjarna í raunveruleikaþætti.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það er ósanngjarnt að taka einhvern út úr annars frábærum starfsmannahópi sem ég hef átt kost á að vinna með. Allir eftirminnilegir á sinn hátt.

Hver eru áhugamál þín?

Garðyrkja og íþróttir.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Lambafille á grillið.

Hvert færir þú í draumfríið?

Alltaf á Stökustað!

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Landaði 927 tonnum af rækju

Rækjutogarinn Avataq, sem er í eigu Royal Greenland hefur enn eitt skiptið sett met í löndun í grænlenskri höfn. Hann landaði nýle...

thumbnail
hover

Úthafrækjuafli fari ekki yfir 5.136 tonn

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að afli fiskveiðiárið 2020/2021 verði ekki meiri en 5.136 tonn fy...

thumbnail
hover

Unga fólkið fræðist um sjávarútveg

Nú í sumar var í fyrsta skipti í Reykjavík boðið upp á fræðslu um sjávarútveg fyrir 15- 16 ára ungmenni fædd árið 2004. Þet...