-->

Skattamál Tindhólms skoðuð

Færeysk skattayfirvöld hafa innheimt 17 milljónir danskra króna frá dótturfélagi íslenska útgerðarfélagsins Samherja, sem eru andvirði um 340 milljóna íslenskra króna.

TAKS, færeyski skatturinn, hefur tilkynnt dótturfélagið, sem heitir Tindhólmur, til lögreglunnar. Í færeyska ríkissjónvarpinu er ástæðan sögð sú að Samherji hafi siglt undir færeyskum fána til þess að komast hjá því að greiða skatta af starfsemi sinni í Namibíu.

Í frétt Kringvarpsins segir að lögreglustjóri í Færeyjum staðfesti að málið sé komið á hans borð.

Jóhannes Stefánsson er tekinn tali í Kringvarpinu og segir hann að færeyskt dótturfélag Samherja hafi tekið við millifærslum upp á hálfa milljón Bandaríkjadala á árunum 2016 og 2017. Tilgangurinn hafi verið að greiða starfsmönnum félagsins í Namibíu laun, en í gegnum færeyska félagið.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Virkt ábendingarkerfi  hjá Faxaflóahöfnum

Virkt ábendingarkerfi hefur verið hjá Faxaflóahöfnum allt frá árinu 2016. Í gegnum kerfið er unnið að umbótaverkefnum sem leiða...

thumbnail
hover

Ertu öruggur um borð?

Vinnslustöðin, FISK Seafood og VÍS hafa hrundið af stokkum átaksverkefni sem ætlað er að beina kastljósum að öryggismálum á ski...

thumbnail
hover

Síldin sækir til vesturs 

Mun meira var að sjá af norsk-íslenskri síld og kolmunna í nýafstöðnum rannsóknarleiðangri færeyska rannsóknaskipsins Jákups Sv...