-->

Skemmtilegt að taka þátt í uppbyggingunni fyrir vestan

Maður þessarar viku starfar við fiskeldi, þá atvinnugrein sem hvað hraðast vex hér á landi og skilar miklum verðmætum í þjóðarbúið. Fiskeldið er mikilvægast á Vestfjörðum og Austfjörðum þar sem það hefur fært heimamönnum nýjar framtíðarvonir um vöxt og viðgang í heimabyggð. Auk þess að selja lax um allan heim, fer hann á snjóbretti á vetrum, í golf á sumrin og nýtur lífsins með fjölskyldu og vinum. Og svo heldur hann með Manchester United.

Nafn:

Hrannar Darri Gunnarsson.

Hvaðan ertu?

Garðabæ.

Fjölskylduhagir?

Í sambúð með Önnu Borg Friðjónsdóttir og eigum við von á stelpu í byrjun mars.

Hvar starfar þú núna?

Ég starfa í söludeild hjá Arnarlaxi.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Eftir fyrsta árið mitt í Sjávarútvegsfræði 2015 byrjaði ég í sumarstarfi hjá Fiskistofu á þjónustu- og upplýsingasviði.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það er sérstaklega skemmtilegt að fá að taka þátt í þeirri hröðu uppbyggingu sem á sér stað í fiskeldi á Vestfjörðum. Það er alltaf eitthvað nýtt af fást við á hverjum degi og að vera í samskiptum við fólk alls staðar að úr heimi er virkilega skemmtilegt.

En það erfiðasta?

Það getur verið krefjandi að útskýra fyrir svekktum viðskiptavinum þegar eitthvað klikkar við afhendingu á fisknum sem gerist þó sem betur fer sjaldan. En veðrið sérstaklega á það stundum til að fara illa með okkur.

Hvað er það skrítnasta sem þú hefur lent í störfum þínum?

Ég get ekki nefnt eitthvað eitt atvik sem mig dettur í hug en ég vann um tíma sem rekstrarstjóri í vinnslu og komu þá upp reglulega sérstakar aðstæður.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Margir eftirminnilegir en Daníel Ingi Ragnarsson stendur líklega uppúr mikil tilfinningavera.

Hver eru áhugamál þín?

Ég hef mjög gaman af því að fara á snjóbretti á veturna, í golf á sumrin og að vera með fjölskyldu og vinum.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Humar.

Hvert færir þú í draumfríið?

Til Englands á Old Trafford á leik með Man Utd.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Brim og Samherji áfram með mesta...

Litlar breytingar eru á hvaða aðilar eru í efstu sætunum yfir aflahlutdeild frá því sams konar upplýsingar voru birtar miðaðar vi...

thumbnail
hover

Huginn landar síld í Fuglafirði

Huginn VE landaði 1.000 tonnum af norsk-íslenskri síld í Fuglafirði hjá fyrirtækinu Pelagos. Aflann fékk Huginn austur af landinu in...

thumbnail
hover

Ársfundur Hafró framundan

Ársfundur Hafrannsóknastofnunar Rannsókna- og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna, verður haldinn föstudaginn 25. september 2020, Kl. 14...