-->

Skorið úr skrúfu grásleppubáts

Áhöfnin á varðskipinu Tý var kölluð út vegna Grásleppubáts sem hafði fengið tóg í skrúfuna út af Vatnsleysuvík í hádeginu í gær. Skipstjóri bátsins var í sambandi við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óskaði eftir aðstoð. Varðskipið var þá á Stakksfirði og áhöfn þess brást skjótt við og sendi kafara skipsins á staðinn til aðstoðar.

Kafararnir Kristinn Ómar Jóhannsson og Jón Smári Traustason voru snarir í snúningum og skáru tógið úr skrúfunni skömmu síðar.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Skiptast á að taka aflann um...

Makrílvertíðin sem hófst hjá Síldarvinnslunni um síðustu mánaðamót hefur farið hægt af stað. Skipin hafa helst verið að vei...

thumbnail
hover

Sólberg með um 2.500 tonn af...

Frystitogarinn Sólberg ÓF hefur nú sótt ríflega 2.500 tonn af þorski auk meðafla í öðrum tegundum í Barentshafið. Það hefur þ...

thumbnail
hover

Nýsmíði ekki útilokuð

Vísir hf. í Grindavík hefur tekið Bylgju VE á leigu og lagt Kristínu GK. Að sögn Péturs Hafsteins Pálssonar, framkvæmdastjóra fy...