-->

Skötuselur með sesam og mandarínum

Ekki er langt síðan Íslendingar byrjuðu að borða skötusel. Hann var reyndar lengi fremur fátíður í afla skipa, nema helst humarbáta sunnanlands. Hann er með afbrigðum ljótur og kjaftstór enda lítið annað enn hausinn og var oftast hent í sjóinn aftur. Nú er skötuselurinn útbreiddur um allt land með hlýnun sjávar og við höfum lært að nýta okkur hann til matar. Skötuselurinn er afturmjór og er halinn einstakt lostæti. Holdið er stinnt og minnir um margt á humar. Hann má að sjálfsögðu elda á óteljandi vegu eins og annan fisk, en nú mælum við Helga með því að steikja hann með sesamfræjum, mandarínum og fleiru góðgæti.

Innihald:

1 kg skötuselur
4 msk sesamfræ
2 mandarínur
1 engiferrót
2 hvítlauksrif
1 blaðlaukur
Salt og pipar
1 dl soyasósa
1 msk hunang
Sesamolía til steikingar

Aðferð:

Afhýðið mandarínurnar og takið sundur í báta. Hreinsið og pressið hvítaukinn. Hreinsið engiferinn og saxið smátt. Saxið blaðlaukinn. Hreinsið himnuna af fiskinum og skerið skötuselinn í hæfilegar sneiðar, veltið honum upp úr sesamfræjunum og saltið og piprið. Steikið í sesamolíunni á heitri pönnu í um mínútu á hvorri hlið. Bætið grænmetinu á pönnuna ásamt mandarínunum rétt áður en skötuselurinn er að verða tilbúinn. Hellið soyasósunni og hunanginu yfir og látið sjóða í örstutta stund.
Við mælum með hrísgrjónum með þessum ágæta rétti og drykki velur hver og einn sér eftir stað, stund og smekk.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vilja svæðalokanir til að vernda höfrunga...

Vísindamenn hjá Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) leggja nú til  fiskveiðar verði bannaðar á ákveðnum svæðum í Biskajafló...

thumbnail
hover

Hoppandi kátir

Drangey SK2 landar í Grundarfirði í byrjun vikunnar.  Heildarmagn afla um borð er um 154 tonn, uppistaða aflans er að mestu þorskur....

thumbnail
hover

Verð á þorski fer hækkandi

Verð á þorski sem seldur er gegnum fiskmarkaði hefur stigið jafnt og þétt undanfarna daga. Þann 15. maí var ríkti svartsýni hjá ...