-->

Skrýtið að fara til tannlæknis til sjós

Maður vikunnar af þessu sinni er frá Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð. Hann er stýrimaður á frystitogaranum Blæng, sem nýkominn er upp í Barentshaf til þorskveiða. Þangað hefur Blængur sótt mikinn afla undanfarin ár. Hann langar til að fara og skoða eyðimerkurborgina Petru í Jórdaníu.

Nafn:

Geir Stefánsson.

Hvaðan ertu?  

Frá Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð, en er búsettur á Reyðarfirði.

Fjölskylduhagir?   

Vel giftur.

Hvar starfar þú núna?

Stýrimaður á Blæng NK-125.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?      

Í desember 1983 er ég fór í siglingu til Cuxhaven.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?        

Að koma heim með góðan afla.

En það erfiðasta?       

Fjarvera frá fjölskyldunni.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum? 

Að fara til tannlæknis til sjós.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?    

Birgir Hermann Sigmundsson.

Hver eru áhugamál þín?  

Ferðalög og útivera.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?        

Kótelettur í raspi.

Hvert færir þú í draumfríið?    

Til Petru í Jórdaníu.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vilja láta rannsaka hvort útgerðin svíki...

Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna vilja að kannað verði hvort verðmæti sjávarafurða hækki óeðlilega meðan verið er að f...

thumbnail
hover

Sjávarútvegsskólinn kominn með nema eftir árs...

Gró Sjávarútvegsskóli sem starfar undir hatti UNESCO hefur fengið nema að nýju eftir árs hlé vegna Covid19. Þetta er stærsti hóp...

thumbnail
hover

Mikið um þörungablóma fyrir austan

Þörungablómi fyrir austan virðist óvenju mikill miðað við árstíma. Hafrannsóknastofnun hafa borist fregnir af blóðrauðum sjó ...