Skrýtið að veiða 7 tonna beinhákarl í net

Deila:

Maður vikunnar er varaþingmaður, fyrrverandi trillukarl og núverandi hafnarvörður. Hann langar annaðhvort til Grímseyjar eða Frakklands eða Ítalíu í frí.

Nafn:

Georg Eiður Arnarson

 Hvaðan ertu?

Fæddur í Keflavík en hef búið í Vestmannaeyjum frá 4 ára aldri.

Fjölskylduhagir?  

Giftur, 4 börn, 6 barnabörn og eitt á leiðinni, 2 hundar og 1 köttur.

 Hvar starfar þú núna?

Hafnarvörður og varaþingmaður hjá Flokki fólksins. 

 Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Byrjaði á togara 1985, fór svo í trilluútgerð síðla árs 1987 og hef starfað við það meira og minna síðan. 

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Að draga gráseilaða línu.

 En það erfiðasta?

Að vera á togara og sagt að henda afla sem ekki var af réttri stærð og svo þetta fáránlega kvótakerfi. 

 Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Að veiða 7 tonna beinhákarl í net.

 Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Eftirminnilegasti trillukarlinn er Dolli heitinn, vinur minn.  

Hver eru áhugamál þín? 

Útivera og veiðar.

 Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Allur fiskur.

 Hvert færir þú í draumfríið?

Ég er svo heppinn að hafa fengið að heimsækja perlu norðursins, Grímsey, síðustu 7 árin og langar alltaf að fara aftur, en erlendis hefði ég áhuga á að fara til Frakklands eða Ítalíu. 

Georg á Blíðu.
Deila: