-->

Skrýtið að vera sölumaður í ferskfiski í sjómannaverkfalli

Maður vikunnar er Dalvíkingur sem búið hefur í Reykjavík undanfarin ár. Hann er mikill útivistarmaður og stefnir á fjallahjólaferð um Alpana.

Nafn:

Sindri Már Atlason.

Hvaðan ertu?

Ég er Dalvíkingur, en hef búið í Reykjavík síðustu ár.

Fjölskylduhagir?

Giftur Katrínu Björk Þórhallsdóttur, saman eigum við Ólaf Atla (10 ára) og Sylvíu (6 ára).

Hvar starfar þú núna?

Ég starfa sem sölustjóri ferska afurða hjá Brim.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Það hefur verið árið 2003 þegar ég fékk sumarstarf í fiskþurrkun Samherja á Dalvík. Ég vann þar nokkur sumur og hef svo ekki starfað utan sjávarútvegs síðan.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það er bara hversu lifandi íslenskur sjávarútvegur er. Mitt starf snertir alla virðiskeðjuna, allt frá veiðum og vinnslu til flutninga og sölu. Í tenglum við það fæ ég að hitta og hafa samskipti við allskonar fólk út um allan heim, og ferðast reglulega til staða sem maður myndi annars ekki heimsækja.

En það erfiðasta?

Umræðan um sjávarútveig á það til að vera rætin og stundum þykir manni hún ósanngjörn. Eðlilega hafa flestir einhverjar skoðanir á sjávarútvegsmálum, það er af hinu góða, en umræðan á það til að fara á leiðinlega staði og byggist gjarnan á rangfærslum.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Að vera ferskfisksölumaður í sjómannaverkfallinu 2017.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ég vann nú með konunni minni þegar við vorum að kynnast, í hrognavinnslunni Vigni G. Jóns á Akranesi.

Hver eru áhugamál þín?

Flest sem viðkemur útivist.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Það fer bara eftir stað og stund, núna væri ég til í karfa í raspi.

Hvert færir þú í draumfríið?

Mig langar í fjallahjólaferð um Alpana, geri það einhvern daginn.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ágætur afli

Afli bolfiskskipa Loðnuvinnslunnar, Ljósafells, Sandfells og Hafrafells, í febrúar var 945 tonn óslægt. Ljósafell var með 535 tonn. ...

thumbnail
hover

Álaveiðar mögulegar sem búsílag

Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um álaveiðar til eigin neyslu. Allar álaveiðar eru óheimilar í sjó, ám og vötnum á Íslan...

thumbnail
hover

Einfalda löggjöf um áhafnir skipa

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar í samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um áhafnir skipa. Með frumv...