-->

Skrýtið að vinna í brunnu húsnæði

Fiskeldi hefur að undanförnu verið nokkuð í umræðunni. Eldið skilar stöðugt fleiri góðum störfum og stuðlar að auknu útflutningsvermæti fiskafurða. Þess má til dæmis geta að Samherji er stærsti framleiðandi á bleikju í veröldinni. Maður vikunnar er einmitt stöðvarstjóri í seiðaeldisstöð Samherja fiskeldis að Núpum og auk þess að fiskeldi er atvinna hans er það líka áhugmál.

Nafn:

Orri Filippusson.

Hvaðan ertu?

Akureyri.

Fjölskylduhagir?

Kona og eitt tveggja ára barn.

Hvar starfar þú núna?

Ég er nýlega tekinn við sem stöðvarstjóri á Núpum sem er seiðastöð hjá Samherja fiskeldi

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Byrjaði aðeins 2012 á sjó en fór svo sama ár í sjávarútvegsfræðina í HA. Aðallega búinn að vinna í fiskeldi síðan þá.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það er mjög gaman að fylgjast með allri þróuninni sem hefur átt sér stað. Annars heillaði fiskeldið alltaf mjög mikið, það hefur gríðarlegur vöxtur átt sér stað í greininni og stefnir bara í meiri vöxt.

En það erfiðasta?

Það erfiðasta, en líka skemmtilegasta, sem ég hef upplifað er vinnan og uppbyggingin á Núpum. Aðal eldishúsið hjá okkur brann sumarið 2018 og síðan þá höfum verið að byggja upp og vinnuaðstæður hafa verið krefjandi.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það er að vinna í brunni húsnæði.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það er sennilega Arnar Freyr Jónsson, hann er mikill keppnismaður og nefnir stundum að hann hafi verið Íslandsmeistari í knattspyrnu 1989 með KA.

Hver eru áhugamál þín?

Útivist, hjólreiðar, lyftingar, fjölskylda og vinir, og einnig myndi ég segja fiskeldi.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Gott sushi er ofarlega á listanum.

Hvert færir þú í draumfríið?

Væri til í góða matarferð t.d. til Ítalíu.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Síldarvinnslan framúrskarandi enn og aftur

Creditinfo hefur nú tilkynnt hvaða fyrirtæki á Íslandi töldust framúrskarandi á rekstrarárinu 2019 samkvæmt þeim viðmiðum sem s...

thumbnail
hover

Vonar að lærdómur verði dreginn af...

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra furðar sig á þeim viðbrögðum sem viðhöfð voru um borð í frystitogaranum Júl...

thumbnail
hover

Rólegt á kolmunnanum

Venus NS og Víkingur AK voru í lok síðustu viku á Vopnafirði með um 2.100 tonn af kolmunna. Þetta er afrakstur fyrstu veiðiferðar ...