-->

Skrýtin stjórnsýsla í Rússlandi

Maður vikunnar er sveitamaður að uppruna. Hann er vélvirki og starfar hjá Skaganum 3X á Akranesi. Hann langar til Hawaii með konunni, en líka til Japan og Kúbu. Besti maturinn er léttreyktur lambahryggur og nautalund.

Nafn:

Guðmundur Þór Guðmundsson.

Hvaðan ertu?

Kvennabrekku í Dalabyggð, sveitamaður.

Fjölskylduhagir?

Giftur Örnu Björk Ómarsdóttur og eigum við 2 dætur.

Við hvað starfar þú núna?

Er vélvirki og starfa sem liðsstjóri hjá Skaginn 3X.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Fór á samning hjá Micro haustið 2004 og var þar í góð 4 ár, svo heillaði sveitadraumurinn, en kom til starfa hjá Skaganum í árslok 2016.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Þetta er fjölbreytt starf, í uppsetningum geta verið mjög krefjandi aðstæður með að koma búnaði inn í þröng og lítill rými, miðað við búnaðinn sem fer inn.  Svo kynnist maður mörgu skemmtilegu fólki.

En það erfiðasta?

Í þessu starfi geta uppsetningarferðir verið langar og þá er erfitt að vera frá konu og börnum.  Svo er það líka þegar hlutir passa ekki í raun, en gera það á teikningu og þú ert bókstaflega úti í langt í burtistan.  Efni til breytinga eru þá mörg í mörg hundruð km fjarlægð.

 

En það skrýtnasta sem þú hefur lent í í þínum störfum?

Verð að segja stjórnsýslan og skipulagsleysi í Rússlandi.  Fór á fund með forstjóra fyrirtækis þar í landi sem og öðrum mönnum sem höfðu yfirumsjón með byggingu á húsinu sjálfu.  Þar sem þeir voru orðnir eftir á með húsið, þá las forstjórinn yfir þeim meðan þeir lutu höfði og horfðu ekki á hann,  kinkuðu bara kolli öðru hverju.  Í sama verkefni var leiðin að innkeyrsluhurðinni sem við komum með alla gámana að, oft grafin í sundur svo ekki var hægt að losa gáma.  Virtist þá vera alltaf nýtt tilefnið til að grafa fyrir.  

Hver er eftirminnilegasti vinnufélaginn þinn?

Það eru svo margir sem koma til greina, þar sem þeim fjölgar og fjölgar með hverri uppsetningu, þar sem við vinnum oft með öðrum fyrirtækjum í sameiginlegum lausnum. En ef maður tínir úr, þá er það Tryggvi Aðalbjörnsson og Sigmundur Ingvar Svansson hjá Skaginn 3X svo verð ég að nefna Dusan Markovic hjá Völku

Hver eru áhugamál þín?

Fjölskylda og vinir, útivera, íþróttir og allt sem tengist sveitinni.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Léttreyktur lambahryggur og vel rauð nautalund.

Hvert færir þú í draumafríið?

Við Arna eigum eftir að fara til Hawaii, en svo væri gaman að fara til Japan og Kúbu.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast veitir Löxum Fiskeldi nýtt rekstrarleyfi

Matvælastofnun hefur veitt Löxum Fiskeldi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Reyðarfirði í samræmi við lög um fiskeldi. Matvælas...

thumbnail
hover

13 ára háseti með félaga sínum...

Maður vikunnar starfar í þeirri atvinnugrein sem mestur vöxtur er í um þessar mundir og hefur hleypt lífi í margar byggðir sem átt...

thumbnail
hover

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon keppninni sem hófst í gær við Egilshöll. Keppnin er boðhjólakeppni þar sem átta manna lið ...