-->

Skrýtin umræða um sjávarútveg

Maður vikunnar starfar hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað og tók í haust við stöðu rekstrarstjóra útgerðar. Hann segir óvægna neikvæða umræðu um sjávarútveginn oftast byggða á mikilli vanþekkingu. Þorskhnakkar eru uppáhaldsmatur hans.

Nafn:

Grétar Örn Sigfinnsson

Hvaðan ertu?

Neskaupstað.

Fjölskylduhagir?

Kvæntur og á 3 börn.

Hvar starfar þú núna?

Rekstrarstjóri Útgerðar hjá Síldarvinnslunni.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Startaði hjá Síldarvinnslunni 2012, enn hef svo sum verið tengdur þessu síðan í barnæsku með einum eða öðrum hætti.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Alltaf líf og fjör, lítið litið í baksýnisspegilinn.

En það erfiðasta?

Oft á tíðum óvægin umræða um sjávarútveg, þar sem öllu er blandað saman og oftast af mikilli vanþekkingu. Allt rými fyrir því sem jákvætt er gert má helst ekki heyrast í umræðunni.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Ætli það sé ekki bara tengt fyrri spurningu, skrýtnum umræðum um sjávarútveg.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það koma nokkrir til greina, en ísætan Grímsi í Holti er óviðjafnanlegur.

Hver eru áhugamál þín?

Fjölskyldan, skip og bátar og fótbolti.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Þorskhnakkar.

Hvert færir þú í draumfríið?

Það er allt of margt eftir að skoða, eitthvað framandi og öðruvísi, Asía kannski. Fjölskyldufrí er samt næst á dagskránni.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

143 tonn af lúðu veidd í...

Á síðasta ári voru veidd og landað nærri 143 tonnum af lúðu þrátt fyrir að allar veiðar á lúðu séu óheimilar. Þetta kemur ...

thumbnail
hover

Oddbjörg hætt hjá LS

Oddbjörg Friðriksdóttir skrifstofustjóri Landssambands smábátaeigenda til rúmlega 30 ára hefur látið af störfum.   Landssamband ...

thumbnail
hover

Mætt á vaktina 20. árið í...

Þó svo að makrílvertíðin fari rólega af stað er nú mikið líf og fjör á Þórshöfn. Kona sem er mætt á vaktina tuttugasta ár...