Skyrýsa

169
Deila:

Hér áður fyrr lifði þjóðin að miklu leyti á skyri og ýsu, enda hvort tveggja holt og gott. En líklega hefur það ekki verið algengt þá að blanda þessu góðmesti saman í gómsætan fiskrétt. Það er hins vegar gert bæklingnum Veisla við Lækinn, sem kennarar og starfsmenn Lækjarskóla gáfu út á sínum tíma.

Innihald:

1 laukur
1 kg ýsuflök, roð- og beinlaus
Smjörlíki eftir smekk
1 dós skyr
1 dós majones eða sýrður rjómi
rifinn ostur
salt, pipar, karrý og sykur.

Aðferð:

Smyrjið hæfilegt eldfast mót vel. Brytjið laukinn niður og setjið hann neðst í mótið. Leggið þá ýsuna yfir laukinn. Stráið smjörlíkisbitum yfir og kryddið með salti og pipar. Skyri, majónesi og karrý hrært vel saman og jafnað yfir. Stráið loks rifum osti yfir. Bakið í 180° heitum ofni uns osturinn er orðinn fallega gullinn.
Meðlæti: kartöflur og hrásalat.

Deila: