-->

Smálúðuflök með hvítlauk

Flatfiskur er yndislegur matur og þar er margan fínan fisk úr sjó að draga. Við mælum að þessu sinni með smálúðu- eða kolaflökum, þar sem holdið er mjúkt og verulega bragðgott. Þennan fisk er yfirleitt hægt að nálgast í fiskbúðum og fiskborðum stórmarkaða, ýmist ferskan eð frystan. Svo má auðvitað nota annan fisk, bara eftir kenjum kokksins. En eitt er víst, ekki fæst betra hráefni í góða máltíð en ferskur gæðafiskur af ísköldum og hreinum Íslandsmiðum. Við erum öll samherjar þegar að því kemur að nýta fiskimiðin á ábyrgan hátt og bera gott hráefni að landi fyrir fiskneytendur um allan heim.

Innihald:

  • 800g smálúðu- eða kolaflök
  • 1 msk sítrónusafi
  • 3 msk brætt smjör
  • 2 tsk marinn hvítlaukur
  • ½ tsk Red Chilli Powder
  • smá salt
  • ½ tsk svartur mulinn pipar
  • 1 sítróna í þunnum sneiðum
  • 2 msk fersk steinselja

Aðferð:

Skolið flökin og skerið í hæfilega bita, 4 eða 8.

Smyrjið bökunarform innan með góðri matarolíu.

Blandið saman sítrónusafa, smjöri, hvítlauk, red chilli powder, salti og svörtum pipar í skál. Setjið sítrónusneiðarnar á milli flakanna. Hellið blöndunni yfir fiskinn.

Setjið fiskinn inn í ofn á 180 gráðu hita og bakið í 15 til 20 mínútur eftir þykkt bitanna.

Takið fiskinn úr ofninum, stráið ferskri steinselju yfir og berið fram með hvítum góðum hrísgrjónum, fersku salati að eigin vali, brauðbita og hvítvíni ef þannig stendur á.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

500 tonnum landað á Patró

Alls var landað rúmum 518 tonnum í Patrekshöfn í síðasta mánuði. Mest bar á strandveiðibátum og var afli um 30 báta  um 176 to...

thumbnail
hover

Ráðgjöf og afli á pari í...

LS hefur sent inn í Samráðsgátt athugasemdir við frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðistjórn á grásleppu. „Vakin er athygli ...

thumbnail
hover

Breytt stemmning í síldinni

Nú ríkir síldarstemmning í Neskaupstað en sú stemmning er að mörgu leyti ólík þeirri stemmningu sem ríkti á hinum svonefndu sí...