Snitselið hjá Rakel ægilega gott

Deila:

Maður vikunnar hefur stundað sjóinn bæði við strendur Bandaríkjanna og við Ísland. Hann hefur gefið matvöndum sel að éta og verið á sjó með manni sem svaf milli merkja, en var með allt á hreinu engu síður.

Nafn:

Vilhelm Arason.

Hvaðan ertu?

Grindavík.

Fjölskylduhagir?

Næstum því giftur (20 júlí ) Rakel Lind Hrafnsdóttir.  5 börn, 5-18 ára. 

Hvar starfar þú núna?

Háseti á Verði EA.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

1991 á Eldeyjar Hjalta á „autolínu“ sem hafði enga segulnagla og fornaldarlega aðgerðaraðstöðu. Mikið breyst í dag!  

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

  1. hvers mánaðar er skemmtilegast við þetta. Og öll þessi þróun sem er að eiga sér stað. Þótt ég sé nú pínu gamaldags og hræddur við breytingar. 

En það erfiðasta?

Fjarveran frá fjölskyldunni og vera sambandslausir við internetið sem samt sem betur fer er orðið sjaldgæft.  

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Fengum einu sinni lifandi sel um borð hjá okkur þegar ég var á sjó í Bandaríkjunum. Hann var um borð í 2 daga. Ég var alltaf að reyna gefa honum að borða og það endaði með því að hann glefsaði í mig. Ég var svolítið sár og rak hann frá borði. 

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Var með einum gæja á sjó í Bandaríkjum. ( Bill Lewis) Það þurfti að telja út merkin á vírunum. Og hann gat sofnað á milli merkja en alltaf var hann með rétta tölu. Alveg hreint ótrúlegur gaur. 

Hver eru áhugamál þín?

Smíða og betrumbæta í kringum heimilið og BMW blæjubíllinn minn. Á golfsett og spilaði golf lengi með 17 í forgjöf.  Er alltaf að bíða eftir að sá áhugi kvikni aftur.( Bergvin ) 

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Snitselið hjá Rakel þykir mér ægilega gott.

Hvert færir þú í draumfríið?

Okkur Rakel langar í siglingu í Miðjarðarhafinu og erum að dreyma um það í brúðkaupsferð.  

Deila: