-->

Sögulegt fiskigratín

Góðar uppskriftir er víða að finna. Þessi góði réttur ber nafnið Sögugratín og er virkilega góður. Ekki vitum við fyrir víst hvaðan nafnið og kannski uppskriftin er upphaflega komin, en fiskigratínið á Hótel Sögu í gamla daga kemur sterklega til greina. Þetta er sannarlega veislumatur og rétt að splæsa honum á sig núna á fallegum sumardegi, sem kannski á eftir að koma á þessu ári og njóta lífsins.

Innihald:

400 g smálúða
8 humarhalar
16 litlar hörpuskeljar
2 dl rækjur
2 laukar, saxaðir
1 búnt steinselja, söxuð
500 ml rjómi
500 ml hvítvín
fiskikraftur
4 eggjarauður
sjávarsalt og pipar
smjör
rifinn ostur

Aðferð:
Setjið saxaða laukinn í pott, leggið lúðuna þar ofan á og hörpuskel og humar ofan á lúðuna. Hellið hvítvíninu yfir og kryddið með salti og pipar, setjið lok yfir pottinn og sjóðið í fimm mínútur. Notið spaða til að taka fiskinn varlega upp úr pottinum, leggið hann á þurrt
stykki og þerrið. Hellið rjómanum út í pottinn og látið sjóða saman, kryddið með fiskikrafti og salti og pipar, þykkið ef þarf.
Þegar sósan er tilbúin er eggjarauðunum og steinseljunni bætt út í. Notið fjórar eldfastar skálar og setjið 100 g af smálúðu, tvo humarhala og fjórar hörpuskeljar ásamt ¼ af rækjunum í hverja skál og
hellið sósu yfir.
Stráið osti yfir og bakið í 220 °C heitum ofni í 5-8 mínútur. Berið fram með nýbökuðu brauði.
Kannski er ekki rétt að hvetja til áfengisneyslu, en ískalt hvítvín fer óneitanlega vel með svona krás.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

ISI tapaði 300 milljónum

Iceland Seafood International (ISI) tapaði 2,1 milljón evra á öðrum ársfjórðungi eða sem nemur 296 milljónum á gengi dagsins, að...

thumbnail
hover

Eimskip hagnast um 5 milljarða

Tekjur Eimskips á öðrum ársfjórðung námu 283,1 milljón evra sem er 34,1% aukning samanborið við annan ársfjórðung í fyrra. Rek...

thumbnail
hover

Auknar rekstrartekjur Síldarvinnslunnar

„Reksturinn gekk vel á öðrum ársfjórðungi og var kolmunnaveiðin með besta móti. Framleiðsla í fiskimjölsverksmiðjum félagsin...