Sóknarfæri komið út

Deila:

Sýningin Sjávarútvegur 2019, sem haldin verður í næstu viku er umfjöllunarefni í nýjasta tölublaði Sóknarfæris, sem Ritform gefur út. Þá er fjallað um fiskvinnslu, ný fiskiskip, nýjungar í búnaði til veiða og vinnslu, rætt við skipstjóra og fjallað um makrílvinnslu svo eitthvað sé nefnt.

„Framundan er stór og mikil sjávarútvegssýning í Laugardalshöll, Sjávarútvegur 2019/ Iceland Fishing Expo. Hér í blaðinu er talsvert fjallað um sýninguna og sú umfjöllun endurspeglar þá miklu fjölbreytni sem verður í sýningarsölum Laugardalshallar dagana 25.-27. september. Fjölbreytileiki sem er einmitt aðalsmerki greinarinnar sjálfrar. Sýning sem þessi er viðburður sem skiptir greinina máli, vettvangur þar sem „allir í greininni hittast“, líkt og framkvæmdastjóri sýningarinnar orðaði það. Og ekki bara fólk í greininni heldur er sýningin einnig gullið tækifæri fyrir áhugafólk sem ekki lifir og hrærist í sjávarútvegi frá degi til dags að kynnast greininni með þessum hætti. Því er kjörið að heimsækja Sjávarútveg 2019 í Laugardalshöll, segir Ritstjóri Sóknarfæris, Jóhann Ólafur Halldórsson, meðal annars í leiðara blaðsins.

Sóknarfæri er í miklu upplagi dreift til fyrirtækja í sjávarútvegi og tengdum greinum. Blaðið mun svo liggja fram í á sjávarútvegssýningunni. Þá er hægt að sækja það á pdf-formi á heimasíðu útgáfunnar   https://ritform.is/

 

Deila: