Sólskinsýsa

Deila:

Nú, þegar sumarið nálgast og sólin fer að sýna sig, væri ekki úr vegi að fá sér svokallaða sólskinsýsu. Uppskriftin er nefnilega ættuð frá Flórída, sem einnig er kallað sólarríkið. Þetta er einföld og fljótleg uppskrift og rétturinn býsna góður.  Uppskriftin er fyrir tvo.

Innihald:

  • 400g ýsa
  • 1 msk. hunang
  • 1 msk. appelsínumarmelaði
  • 1 msk. ferskur appelsínusafi
  • ¾ tsk. Dijon sinnep
  • ½ tsk. sojasósa
  • smávegis hvítur pipar

Aðferðin:

  • Blandið öllu saman í skál nema fiskinum. Hrærið vel saman.
  • Hitið pönnu með matarolíu á, penslið fiskbitana með gumsinu og steikið á pönnunni uns bitarnir eru orðnir gullnir, 5-7 mínútur eftir þykkt á báðum hliðum.
  • Jafnið því sem eftir er af gumsinu yfir fiskbitana og berið þá fram með fersku salati að eigin vali og hrísgrjónum.
Deila: