-->

Spænskur fiskréttur

Nú prufum við að elda fiskinn okkar á spænska vísu. Það er góð tilbreyting frá hversdagleikanum og uppskrift dagsins er fiskikássa með tómötum, hvítlauk og kjúklingabaunum. Mikill og góður réttur, sem nota má hvaða fisk sem er í.

Innihald:

Handfylli af steinselju

4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir

börkur og safi úr 1 sítrónu

3 msk. matarolía og meira til að bera fram

1 miðlungs laukur smátt saxaður

500g kartöflur skornar í smáa teninga

1 tsk. paprikuduft

cayenne pipar á hnífsoddi

400g dós af tómatbitum

1 teningur fyrir fiskisoð

1 bolli brauðmolar

200g skelflettar og hreinsaðar risarækjur, hráar

400g kjúklingabaunir

500g fiskiflök að eigin vali skorin í fremur stóra bita

Aðferð:

Blandið saman í lítilli skál steinselju, tveimur hvítlauksgeirum og sítrónuberki og leggið til hliðar. Hitið 2 msk. af olíu á stórri pönnu og setjið kartöflurnar og laukinn út á hana. Látið krauma undir loki í um það bil 5 mínútur eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Bætið þá því sem eftir er af olíunni út á, hvítlauk og öðru kryddi. Látið krauma í 2 mínútur.

Hellið sítrónusafanum út á og hrærið saman. Hellið þá tómötunum út á , ½ lítra af vatni og brauðmolunum út á. Saltið lítillega. Setjið lokið á pönnuna og látið krauna þar til kartöflurnar eru orðnar soðnar.

Hrærið rækjunum og kjúklingabaununum út á pönnuna og leggið loks fiskbitana ofan á gumsið. Lækkið hitann og látið krauma undir loki í um 8 mínútur. Hrærið tvisvar í henni á meðan.
þegar fiskurinn er soðinn er rétturinn borinn fram er steinseljublöndunni dreift jafnt yfir. Hafið flösku af ólífuolíu með og gott brauð að eiginvali.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Íþyngjandi gjaldtaka hægir á verðmætasköpun í...

„Gjaldtaka í sjókvíaeldi er umfangsmeiri en í flestum öðrum atvinnugreinum hér á landi. Flest fyrirtæki greiða hefðbundin gjöl...

thumbnail
hover

Mikið óveitt af ufsa

Mikið er óveitt af ufsa nú þegar fiskveiðiárinu er að ljúka. Það er svipuð staða og í fyrra. Kvótinn nú er 78.700 tonn, aflin...

thumbnail
hover

ISI tapaði 300 milljónum

Iceland Seafood International (ISI) tapaði 2,1 milljón evra á öðrum ársfjórðungi eða sem nemur 296 milljónum á gengi dagsins, að...