Stækkun á rekstrarleyfi Háafells lögð til

Deila:

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Háafell ehf. til sjókvíaeldis á regnbogasilungi og þorski í Ísafjarðardjúpi. Um er að ræða stækkun á eldra rekstrarleyfi Háafells úr 2.000 tonnum af regnbogasilungi og þorski í 7.000 tonn af regnbogasilungi og þorski.

Framkvæmd fyrirtækisins fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum. Athugasemdir við tillöguna og fylgigögn skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 12. desember 2019.

 

Deila: